24.10.2007 | 15:24
Hvaða Vörugjöld?
Þetta er nokkuð merkileg yfirlýsing, og maður veltir fyrir sér hvort hérna sé verið að tala um að fjarlægja öll vörugjöld eða bara sum.
Það er nú kannski nema von að maður bíði eftir þessu en t.d. eru vörugjöld af bílum 30% og 45%, eftir stærð vélar. Ég geri nú ekki ráð fyrir að menn séu að fara að tapa tugum prósenta af bifreiðum.
Ég hef lengi verið þeirra skoðunar að menn verði að fara í gegnum þessi tollamál og endurskoða. Það er eins og menn hafi valið handahófskennt prósentur og flokka sem ætti að leggja á í mörgum tilfellum.
Eitt dæmi sem ég hef stundum nefnt eru lokar. Afhverju eru 15% (eða hvað það nú er) vörugjöld á lokum?
Það hefur enginn getað nefnt neina ástæðu nema af því bara! Já og af því ríkinu vantar peninga.
Vörugjöld, stimpilgjöld og uppgreiðslugjöld afnumin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Nú veit ég ekki hvað felst nákvæmlega í þessum tillögum viðskiptaráðherra en það kæmi mér ekki á óvart að vörugjöld á ökutækjum séu þarna undanskilin. Þau eru dálítið frábrugðin öðrum vörugjöldum í því að það eru sérstök lög sem gilda um vörugöld af ökutækjum (nr. 29/1993) en almenn vörugjöld eru lögð á skv. lögum nr. 97/1987. Almennu vörugjöldin geta hæst verið 25%.
Bjarki Sigursveinsson (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 16:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.