Hvaða gæðingur bíður?

Eitt af því sem hefur verið sagt um Ingibjörgu er hvernig hún hefur verið dugleg að koma góðum bitum til fólks í kringum sig.  Nú þegar hún sagði Framsóknarmanninum Ólafi Erni að taka pokann sinn verður fróðlegt að vita hver fær bitlinginn eftir honum.
mbl.is Ólafur Örn segir ráðherra hafa óskað eftir starfslokum hans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Hver réð Ólaf Örn?

Matthías Ásgeirsson, 23.10.2007 kl. 16:34

2 identicon

Skiptir ekki mál hver réð hann, heldur hver RAK  hann, Matthías.  ISG mun nú koma að einhverri vinkonu sinni úr gamla Kvennalistanum, líkt og hún gerði í Borginni á sínum tíma.  Þar var hún með hirð sem í voru eintómar hirðmeyjar að hennar vali.  Það sama er ISG að gera nú, koma hirðmeyjunum í góðar stöður nú þegar þær eru orðnar þroskaðar.

Jónas Gunnarsson (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 22:32

3 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Er eitthvað óeðlilegt við að sá sem er ráðinn á pólitískum forsendum missi starfi á sama hátt?

Seint verð ég sakaður um að vera mesti aðdáandi Ingibjargar Sólrúnar.

Er heilbrigðisráðherra ekki nýbúinn að gera nákvæmlega það sama? 

Matthías Ásgeirsson, 24.10.2007 kl. 00:01

4 identicon

Tómas, hérna á landi hafa pólitískar ráðningar tíðkast allt frá upphafi.Davíð Oddsson var einna af þeim sem gaf þjóðinni fingurinn í þessum málum með alla sína sendiherra, eftirlaunafrumvarpið og svo sjálfan sig í feitt embætti að lokum. Framsóknarmenn hafa einnig verið duglegir við að koma sínum mönnum á jötuna síðast liðin áratug, gott að losna við þá. Þú talar um hirðmeyjar, ég held að það sé í lagi að koma konum í störf eins og tómum karlmönnum, sem hingað til hafa öruggir getað valið um stjórnunar stöður. Það þarf að rétta þann kúrs að það séu ekki bara tómir karlar í öllum stjórnunarstöðum innan stjórnsýslunnar og stofnanna þjóðfélagsins. 

Valsól (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 05:59

5 identicon

Valsól, að hygla einu kyninu fram yfir annað er kallað misrétti.  ISG er einmitt að gera þetta.  Og reyndar er farið að halla á kallpeninginn hvað stöðuveitingum skiptir.   Þetta endar þannig að þeir karlmenn sem ekki vinna erfið störf eins og sjómennsku, byggingarvinnu, vélaviðgerðir o.þ.h. enda sem einyrkjar, því þeir munu ekki fá önnur störf í framtíðinni eins t.d. stjórnunarstörf, því konurnar verða búnar að taka þau öll yfir.  Samtímis mun einhleypum konum fjölga, því þær munu ekki finna neinn nógu ríkann fyrir sig, þ.e. einhvern sem þénar meira ein þær.  Þú veist að konur þola ekki karlmenn sem þéna lítið. 

Jónas Gunnarsson (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 11:24

6 Smámynd: TómasHa

Matti: Ég er ekki að mæla hans ráðningu bót.  Hins vegar er nokkuð merkilegt að reka hann svo.  Varðandi ráðningar Guðlaugs, geri ég ráð fyrir að þú sért að tala um hans nánasta samstarfsfólk eins og aðstoðarmenn. Ég geri greinarmun á ráðningu aðstoðarmanns og hins vegar það sem ætti að vera fagleg ráðning.

Valsól: Eigum við bara ekki að leyfa hæfileikum að ráða.  Ég er nokkuð viss um að niðurstaðan verði 50%.  Það er ekkert réttlæti í að reka karl og segja að nú sé komið að okkur.

TómasHa, 24.10.2007 kl. 15:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband