17.10.2007 | 11:09
Bull og vitleysa
Þetta er nú meira bullið. Hverjum dettur í hug að hafa síma í ábyrgð í 5 ár? Hvers konar framleiðslugalli er það sem á að koma í ljós eftir 5 ár?
Um leið og maður er hlyntur neytendavernd, þá er lítil neytendavernd í svona bulli. Eina sem svona bull gerir er að hækka verðið á símunum. Þegar verslanir eiga von á því að fá síma í hausinn eftir 4,5 ár, eftir að hafa verið í handtöskum, dottið í gólfið og guð má vita hvað þessir símar lenda í.
Fimm ára kvörtunarregla gildi um GSM-síma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Get ekki séð munin á hvort það Sé 2 ára abyrgð eða 5ár þeir koma alltaf með sömu þvæluna um að þetta sú rakaskemdir og þú þurfir að borga fyrir viðgerðina ef það er þá hægt að gera við viðkomandi tæki..... Þetta er allavega mín reynsla af mínum símaviðskiptum í gegnum tíðina sem eru ansi margir símar....
Elli V (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 11:29
Write your congressman !
Agnar Bragason (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 11:34
Það segir sig sjálft að 5 ára ábyrgð er bara út í hött. Það á að vera eðlileg ábyrgð, sem nær til 1-2 ára.
Elli, þetta er nú það sem ég er að benda á. Menn eru sjálfir fyrir löngu búnir að valda þannig tjóni á eigin síma að þeir hafa fyrirgert ábyrgð.
TómasHa, 17.10.2007 kl. 11:50
Hvað með að opna löggjöfina og leyfa eftirfarandi val á milli síma, verðs og ábyrgðar:
1) Sími af tegund X með 5 ára ábyrgð á 50 þús kr
2) Sími af sömu tegund X án ábyrgðar á 10 þús kr
Geir Ágústsson, 17.10.2007 kl. 12:25
Mun eðlilegra en að þvinga menn í svona ábyrgð.
TómasHa, 17.10.2007 kl. 12:32
Símar í dag eru hannaðir þannig að 75% þeirra bila innan tveggja ára. Það er nú bara þannig.
Og það eru ekki eigendurnir sem eru að fara svona illa með þá. Þetta er bara miðað við almenna notkun.
Ingólfur, 17.10.2007 kl. 12:48
Ég efast reyndar um að þeir séu hannaðir með það að leiðarljósi að þeir muni bila. Ég efast einnig um að líkurnar séu slíkar eins og þú gefur til kynna.
TómasHa, 17.10.2007 kl. 13:44
Það væri náttúrulega eins fáránlegt og það getur orðið ef farsímaframleiðendur hönnuðu síma sína þannig að 75% þeirra biluðu innan tveggja ára, þar sem það er lögbundin ábyrgð til tveggja ára á öllum raftækjum seldum innan EES.
Vinir Ketils bónda, áhugamannafélag, 17.10.2007 kl. 13:51
Geir, ættu seljendur þá ekki líka að geta boðið annað á svipuðum kjörum..
Þ,.e. bíla, rafmagnstæki, hús og flugvélar ?
Fransman (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 14:23
Verkstæði hafa ekkert upp úr því að dæma síma rakaskemmda eftir þörfum. Ef það finnst rakaskemmd, þá er það ekki galli. Það sést vel með smásjám á verkstæði og alltaf eru teknar myndir. Sjaldnast vill viðskiptavinur sækja rakaskemmda símann sinn, og er tapið verkstæðisins.
Ef hins vegar sími er hreint og beint gallaður, þá er síma komið í lag og viðkomandi framleiðandi rukkaður fyrir verkið.
Get aldrei skilið af hverju sjálfir eigendur símanna séu að tuða við sölu/ábyrgðaraðila yfir raka eða höggskemmdum.
Ég vinn nú svolítið í því að tala við fólk sem á síma sem hefur orðið fyrir raka eða höggi. Maður spyr oft hvort það hafi ekki komið eitthvað fyrir símann. "Jú ég missti hann ofan í skúringafötu! En það er svo langt síðan" Er t.d nokkur svör sem ég hef fengið.
Rakaskemmdir eru oft lengi að koma fram.
Eins höggskemmdir. Sími getur lent á malbiki. Brotnað að innan og sú skemmd helst kannski bara saman á lyginni, þangað til einn góðan veðurdag hættir síminn að virka. Þú ert ekki alltaf með augun á símanum þínum. Gallar eru augljósir á símum þegar þeir eru opnaðir: Kaldar lóðninga osfrv. En höggskemmdir og rakaskemmdir eru augljósar.
Steingrímur Rúnar Guðmundsson, 17.10.2007 kl. 14:30
Reyndar var ég að mismæla mig þarna. Líftíminn er reiknaður akkurat 2 ár þannig að 75% ná þeim líftíma en ekki mikið lengra.
Reyndar, þegar ég hugsa um það þá finnst mér eins og miklu mera en 25% síma endist ekki út tvö ár. En líklega er hægt að kenna batteríinum um það sem hafa bara 6 mánaða ábyrgð.
Hins vegar er það alveg öruggt að símarnir eru hannaðir með það að leiðarljósi að bila. - Þeir vilja ekki gera sömu mistökin aftur og þeir gerðu með Nokia 5110.
Ingólfur, 17.10.2007 kl. 14:33
Þeir eru ekki hannaðir til þess að endast, púnktur. Þess vegna einmitt finnst þér 5 ára ábyrgðartími fáránleg hugmynd. Þú hefur ekki heyrt um neinn sem hefur átt sama Nokia símann í fimm ár og hann hefur aldrei bilað. Þetta þarf ekki að vera svona, það er út í hött að þvinga kaupendur til þess að skipta um síma á árs eða styttri tíma fresti þegar fjárfestingin getur verið til lengri tíma. En þá græða menn ekki og það er það sem skiptir máli.
Anna Lilja, 17.10.2007 kl. 16:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.