Raunveruleg réttindabarátta

Horfði á skemmtilegt stúlknaband áðan, en ég kannast nú bara við örfá stúlknabönd.  Þessi stúlknabönd vekja yfirleitt meiri athygli en önnur bönd fyrir að vera stúlknabönd.  

Í þeim hljómsveitum sem stúlka er meðlimur er það alla jafnan söngkona, eða bakraddir.  Ég man eftir fáum böndum þar sem gítarleikarinn er stúlka en söngvarinn strákur.

Nú þegar tölfræðifemínistar eru farnir að stjórna t.d. í menningarráði hljótum við að sjá breytingar á þessu.  Menn hljóta að vera að leita að jafnrétti á fleiri stöðum en bara í stjórnum fyrirtækja, þótt mest hafi heyrst um það.  Nú hlýtur Reykjavíkurborg að fara að vinna að jafnrétti í tónlistarheiminum, setja kraft í að hvetja stúlkur í að búa til stúlknarokkbönd. 

Svo má ekki gleyma að setja kynjakvóta á músíktilraunir.  Engin bönd fá aðgang nema með jöfnuhlutfalli kvenna og karla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband