15.10.2007 | 12:10
Óháður fulltrúi Íslandshreyfingarinnar!
Það var kostulegt að heyra í Ómari Ragnarssyni í hádeginu þegar hann fagnaði borgarfulltrúa Íslandshreyfingarinnar! Margrét Sverrisdóttir er varla búinn að sleppa orðinu og fífla sig algjörlega þegar formaður hennar eigin flokks lýsir því yfir að hún sé alls ekki óháð heldur fulltrúi Íslandhreyfingarinnar!
Jæja Margrét, hvort ertu óháð eða fulltrúi Íslanshreyfingarinnar?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Tenglar
Vefrit
Vefrit
Fjölmiðlar
Linkar
- Ferðalög
- Loftkæling Loftkæling
- Blogg-gáttin
- Brandarar brandarar
- Varmadælur Varmadælur
- viftur viftur
- Raki
- Myglusveppur Myglusveppur
Félagssamtök
- Iceland travel guide Iceland travel guide
- Bóka hótel Bóka hótel
- Car rental iceland Car rental iceland
- Campers Iceland
- Síritar Síritar
Bloggvinir
- jciesja
- otti
- maggaelin
- stebbifr
- tryggvie
- godpool
- davidg
- kristinmaria
- ea
- stefaniasig
- juliusvalsson
- egillrunar
- olafurfa
- hlynurh
- arnljotur
- salvor
- bjarnihardar
- gattin
- sms
- heiddal
- ktomm
- johannalfred
- magginn
- reynir
- andriheidar
- kristinhrefna
- gudbergur
- tommi
- gummibraga
- gudmbjo
- vefritid
- vakafls
- rustikus
- gauragangur
- nexa
- gammon
- kerchner
- vkb
- kaffi
- malacai
- sigurjons
- zumann
- sigurjonsigurdsson
- gudrunmagnea
- saemi7
- zeriaph
- erla
- gudni-is
- mogga
- zsapper
- deiglan
- birgitta
- gisliblondal
- heimirh
- vig
- siggith
- birgitr
- emilkr
- esb
- nugae
- benediktae
- carlgranz
- elinora
- kristjangudm
- martagudjonsdottir
- sumri
- sigurdursigurds
- theodor
Auglýsing
Heimsóknir
Google analytics
Athugasemdir
Ég hélt hún væri frjálslynd og óháð ... Íslandshreyfingunni...
Heimir Lárusson Fjeldsted, 15.10.2007 kl. 12:24
Hún getur ekki verið fulltrúi Íslandshreyfingrinnar í borgarstjórn, þar sem þeir buðu ekki fram til borgarstjórnar, þó að flokkur sé í alþingiskosningum, þá er hann ekki sjálfkrafa í sveitastjórnarpakkanum
Ólafur Hannesson (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 12:40
Já, hlustið á viðtalið við Ómar. Þetta er nokkuðáhugavert viðtal, í ljósi þessara ummæla. Þetta var á fréttum vísir.is:
http://vefmidlar.visir.is/VefUtvarp/?channelID=&programID=1b1bb328-a7cb-40a4-8e84-426fa771a3f9&mediaSourceID=88a13d53-0bc1-409e-820a-63dbcf145613
TómasHa, 15.10.2007 kl. 12:56
Ég sagði aldrei í þessu viðtali að Margrét væri fulltrúi Íslandshreyfingarinnar í borgarstjórn. Það eina sem ég leyfði mér að segja var að ég og fleiri í hreyfingunni væru ánægð með að hún og aðrir í fremstu röð á F-listanum, sem börðust vel fyrir I-listann í vor, væru nú komin til áhrifa í borgarstjórn.
Listinn kennir sig við frjálslynda og óháða og einn af fulltrúum hans í nefndum borgarinnar er í Frjálslynda flokknum. Ólafur F. var óháður þegar hann hóf störf sín fyrir listann og ég sé ekki betur en að þessi helmingur nafnsins, "óháðir" lýsi vel eðli hans.
Borgarfulltrúar eru eins og alþingismenn aðeins bundnir við sannfæringu sína og enginn stjórnmálaflokkur "á" neinn borgarfulltrúa né þingmann.
Ég hef hins vegar kynnst vel sannfæringu þessa fólks og get ekki annað en fagnað því að fólk í fremstu röð hjá Íslandshreyfingunni sé komið í áhrifastöðu hjá borginni. Er það svona voðalegt?
Vísa að öðru leyti í bloggfærslu mína í dag.
Ómar Ragnarsson, 15.10.2007 kl. 16:30
"Það góða við að Íslandshreyfingin hefur á þennan hátt komist að borgarmálunum".
Hræsnin felst einmitt í "óháður" eins og þú kallar það á heimasíðunni þinni. Hvernig getur Margrét verið óháð. Þegar Gunnar fór í Sjálfstæðisflokkinn var hann ekki neitt óháður, hann var bara flokksmaður Sjálfstæðisflokkins. Margrét hefur hins vegar ítrekað sagt að hún sé óháð.
TómasHa, 15.10.2007 kl. 17:23
Hvað er þetta, er það glæpur hjá Ómari að vera stoltur af flokkssystur sinni? Hún er ekki fulltrúi Íslandshreyfingarinnar í borgarstjórn, þó ég voni að hún láti umhverfissjónarmið ráða í ákvörðunum sínum, en ekki peningasjónarmið nokkurra auðjöfra, eins og Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn gera.
Ég hef lítið álit á þeim sem skipta um flokka eins og sokka, en það hefur verið allt of mikið um það á undanförnum 10-20 árum að stjórnmálamenn hafa fylgt flokkslínunni hugsunarlaust í stað þess að láta skynsemi ráða afstöðu sinni, af ótta við að vera settir út í kuldann af forystunni.
Svona stalinísk viðhorf hafa sérstaklega verið ráðandi í Sjálfstæðis- og Framsóknarflokknum.
Theódór Norðkvist, 15.10.2007 kl. 18:12
Ég held að Margrét sé óháð Frjalslyndaflokknum sem er nú reyndar ekkert svakalega frjálslyndur flokkur. Svo er hún náttúrlega kona og áhugamanneskja um íslenskar kanínur og fallega náttúru. Hvað er svona slæmt við það?
Björn Heiðdal, 15.10.2007 kl. 20:48
Það að vera óháður er ekki bara að vera óháður þeim flokki sem bíður fram. Ef sjálfstæðisflokkurinn bíður fram með Xd og áháðir, þá væru væntanlega ekki óháðir framsóknarmenn á listanum? Björn Ingi myndi skella sér inn á listann sem óháður. Þetta óháður er óháður flokkumm almennt.
Ég sé ekkert að því að Margrét sé þarna inni, hins vegar er hún ekki óháð. Hún er varaformaður Íslandshreyfingarinnar.
TómasHa, 16.10.2007 kl. 10:27
Stjórnmálamenn eiga fyrst og fremst að fara eftir sannfæringu sinni, fremur en flokkslínum. Flokkar myndast vegna þess að fólk sem hefur svipuð sjónarmið í helstu málaflokkum, gengur betur að vinna sínum sjónarmiðum brautarfylgi í flokkum en hver og einn í sínu horni.
Sumir virðast telja að fólk eigi að lifa fyrir flokkana, en aðrir vilja að flokkarnir séu til fólksins vegna. Sjálfur er ég hallur undir síðarnefnda sjónarmiðið.
Það gleymist oft í máli Margrétar, að hún var á lista Frjálslyndra í borgarstjórnarkosningum áður en þær deilur spruttu upp sem ollu klofningi þess flokks, sem kunnugt er. Síðan bauð hún sig fram í alþingiskosningum fyrir Íslandshreyfinguna. Sú hreyfing bauð ekki fram í síðustu sveitarstjórnarkosningum.
Gunnar Örlygsson aftur á móti gekk aftur í Sjálfstæðisflokkinn á miðju kjörtímabili, eftir að hann var kjörinn á þing fyrir Frjálslynda og fór þannig á bak við kjósendur sem kusu hann fyrir Frjálslynda.
Theódór Norðkvist, 17.10.2007 kl. 06:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.