Talsmaður Davíðsarmsins

Ég held að DV sé farið að gefa útlagaganum í Ameríku heldur mikið vægi, ef það að hann hafi kallað Villa spilltan sé einhverjar vísbendingar um það sem "Davíðsarmurinn" er að plotta.   Það skildi þó ekki hafa frést að Friðjón hafi mætt á Holtið með þeim félögum?   Er blogg Friðjóns orðið einhver málsvari Davíðsarmsins? 

Bent er á að náinn samstarfsmaður Björns Bjarnasonar, Friðjón Friðjónsson, hafi sagt Vilhjálm borgarstjóra spilltan og Davíðsarmurinn viljað taka stefnu á samstarf við VG.  

Annars stofnaði Friðjón líka hóp á Facebook, sem heitir: Nýjan borgarstjóra takk!  Ég hafði lítinn áhuga á að taka þátt í þeim hópi, en í kjölfar nýrra tíðinda er ég nú orðinn félagi.

Menn geta líka velt fyrir sér hvort allt þetta fólk sem hér er upptalið viti yfir höfuð að það sé í einhverjum sérstökum "armi".

DV segir að fyrir Davíðsarminum fari Björn Bjarnason, Gísli Marteinn Baldursson, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, Styrmir Gunnarsson og Kjartan Gunnarsson. Fyrir hópi Geirs Haarde fer Guðlaugur Þór Þórðarson, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Kjartan Magnússon, Jórunn Frímannsdóttir, Bolli Thoroddsen og Marta Guðjónsdóttir að sögn DV.

Enn og aftur verða menn að selja blaðið. hvað virkar betur en víg innvígðra og múraðra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband