8.10.2007 | 23:23
Eyjan í sókn
Undanfarið ár hefur hinn daglegu skamttur af fréttum fyrst og fremst komið í gegnum netið. Sé eitthvað í kvöldfréttum eða slíku hef ég notað netið til að sjá það í endursýningu. Meira að segja frétta tengdir þættir eins og Kompás hafa verið auðaðgengilegir í gengum netið og því ekki ástæða til annars en að sjá þá síðar. Maður sér það á netinu ef það var eitthvað varið í þá.
Núna er gósentíð fyrir þá sem eru að fylgajst með netfréttum. Það hafa í rauninni tveir nýir og öflugir vefir bæst í hópinn. Annars vegar er það endurfædd Eyja sem orðin mjög áhugaverður kostur. Mér líst mjög vel á þessar breytingar, en helst er það að mér finnst ekki auðvelt að sjá þeirra eigin fréttir annars vegar og hins vegar linka út af vefnum.
Hinn vefurinn er DV.is, sem hefur farið hratt af stað. Þetta er virkilega hress vefur með mikið af hæfileikaríku fólki innanborðs. Hann er kominn rækilega í rúntinn.
Um leið og Eyjan breytti útliti virðast þeir hafa ákveðið að kasta Pottinum.com. Ég bloggaði á Pottinum mjög kröftulega í upphafi en dró úr því þegar mér fannst óþægilegt að vera alltaf efstur. Á meðan ég var að blogga 10 sinnum, voru allir hinir bloggararnir að blogga 5 sinnum. Því dró ég úr því og hef eiginlega ekki fundið mig síðan.
Ég vona að báðir vefirnir eigi eftir að standa sig og við eigum eftir að hafa aðgengi að þeim til framtíðar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
ég kíki nú sjaldan á eyjan.is nema ég hef gert það undanfarna daga í von um að finna þar eitthvað djúsí um Rei málið. Ég hins vegar er ekki alveg að fatta samsafnið af bloggurum þar, hvað á þessi hópur sameiginlegt?
ég hugsa að þeir séu miklu minna lesnir en ef þeir hinis sömu væru á blog.is
pétur og egill eru náttúrulega skemmtilegir.
en dv.is vefurinn er flottur, góðar greinar þar núna.
Salvör Kristjana Gissurardóttir, 9.10.2007 kl. 13:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.