Formaður Ljósmyndarafélagsins

Lárus Karl Ingason, formaður Ljósmyndarafélags Íslands, kannast ekki við að þetta sé vandamál. Hann segir að ekkert muni um að vera með tækjatryggingu og tækjalista í vasanum en þetta mál verði rætt á næsta stjórnarfundi. Tollverðir hafa samkvæmt lögum ríkar heimildir til að fylgjast með því sem komið er með inn í landið.
Hvenær skildi Lárus seinast hafa farið í gegnum tollinn? Þessi maður getur varla verið í sambandi við eigin félagsmenn. Hvað hjálpar tollvörðum að sýna þeim tækjatryggingu og tækjalista? Ekki neitt! Nákvæmlega ekki neitt!

Þessi ríka skilda þeirra nær mun lengra en til myndavéla þá. Á ég ekki að fara að fara með nótu út af gleraunum mínum? Það er verslun í fríhöfninni sem er að selja manni gleraugu án vsk. Oft eru þetta viðskipti fyrir tugi þúsunda. Það skildi þó ekki vera að maður þurfi að fara að sýna fram á að maður hafi keypt gleraugunu hér á landi. Sú skilda hlýtur að vera jafn rík.

Ég vona að þetta séu bara mistök hjá formanninum. Hann hlýtur að leiðrétta þetta, annars trúi ég því ekki að hann eigi eftir mikinn tíma sem formaður félgasins. Þetta eru hagsmunir ljósmyndara sem þurfa eiginlega að ferðast með bókhaldið sitt á milli landa núna, ef þeir eru með mikið af græjum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband