26.9.2007 | 13:24
Skilmálasúpa Flugleiða
Það er hreint með ólíkindum að Flugleiðir séu nú farnir að krefjast þess að maður skrifi upp á lögfræðiskilmála sem er á við heila laga skruddu og allt á ensku. Þegar ég pantaði mér um daginn flugmiða með þeim, þá var ég krafinn um að skrifa undir skilmála sem voru allir á ensku. Ekki bara það en eftir að hafa skoða þá í 10 mínútur og reynt að smella mig áfram var ég engu nær og þó búinn að lesa ansi mikinn texta.
Eftir að hafa verið gangrýndir verulega í fyrra fyrir að vera með óljósa skilmála, bættu þeir einum lið við þar sem kom fram að fólk yrði að fljúga alla leggina til að miðinn væri gildur.
Nú ætla þeir greinilega að ganga skrefinu lengra og tryggja sig fyrir öllu.
Það getur ekki verið krafa á mig sem íslenskan neytenda að kaupa vöru af íslensku fyrirtæki að ég samþykki þessa sklmála. Þeir geta sjálfsagt krafið mig um að skrifa undir tugi síðna af lagatexta þegar ég kaupi mér flugmiða, en lágmarkið er að hann sé á minni eigin tungu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það er umdeilanlegt hvort þetta sé sniðugt hjá Icelandair. Túlkun á skilmálunum yrði þér væntanlega í hag, sbr. andskýringarreglu samninga, sérstaklega ef eitthvað er óljóst vegna notkunar á ensku í skilmálunum. Það hefur fallið mál á Íslandi um svona enska skilmála, hjá flugfélagi. Flugfélagið Loftleiðir, tapaði því máli. Ef einhver vill fletta upp dómnum, t.d. Icelandair, þá er það Hrd. 1973, bls. 887.
Andri (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 14:02
Sæll Jón,
Það er rétt að þeir hafa alltaf reynt að koma sér undan ábyrgð en alveg nýtt að þeir láti mann skrifa undir alla þessa skilmála.
TómasHa, 27.9.2007 kl. 08:39
Ég þori varla að gagnrýna Icelandair því svo virðist sem þá rísi upp hópur fólks þeim til varnar. Fólk sem hefur fengið óvænta uppfærslu um borð eða eitthvað. Veit svei mér ekki.
Reyndar hef ég ekkert út á þjónustuna um borð að setja, veit að flugfreyjustarfið er erfitt og krefjandi og þær leggja sig allar fram.
Var í flugi um daginn og svei mér þá mér fannst viðmót og þjónusta með því allra besta, hreint frábær.
Hins vegar rak ég augun í klausu í Neytendablaðinu sem hefur að gera með bókun og farmiða. Mjög áhugavert sem þar stóð.
Sjálf hef ég lent í ótrúlegu dæmi með netbókun. Málið var að ég gerði innsláttarvillu í nafni mannsins míns og hringdi strax til að láta vita um það. Það skipti engum togum að ekki var hægt að leiðrétta það nema ég borgaði 4000.
Reyndar var mér síðar boðið að bókunin yrði ógild og ég gæti gert nýja en það var eftir að ég hafði misst mig nett við þá.
Svona risabákn hefur alveg gott að því að fá athugasemdir og geta þá bætt sig í kjölfarið.
Kolbrún Baldursdóttir, 27.9.2007 kl. 09:48
Já, Kolbrún, ég var einmitt að panta miða í gærkvöldi og tók þá eftir þessu ákvæði. Svo skráir maður nöfnin og þá á fornafn að koma á UNDAN, algjörlega á skjön við íslenskar hefðir. Gaman væri að vita hve margir falla í þessa gildru og þurfa að borga 4000 krónurnar.
Ár & síð, 27.9.2007 kl. 13:11
Afsakið EFTIRNAFN á undan, FORNAFN á eftir.
Matthías
Ár & síð, 27.9.2007 kl. 13:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.