25.9.2007 | 14:16
Facebook í höndum Microsoft
Það er nokkuð fyndið að ég var að ræða við félaga minn í gær um Facebook. Hann sagði að gallinn við Facebook er að það er ekki eign okkar. Það er eign einhverra annara, og það getur gufað upp jafnfljótt og það kom.
Á þeim tíma fannst mér það jafnfráleit hugmynd og heimsendakenningar sumar. Skildi samt alveg hvað var verið að meina. Hins vegar fannst mér það langsótt að einhver myndi taka þetta úr loftinu eða breyta þessu verulega.
Í dag kom hins vegar vinkill inn í þessa umræðu sem ég hafði ekki hugsað út í. Microsoft er að hugsa um að kaupa facebook (sjá t.d. hér).
Það er alveg ljóst að sjarminn verður fljótur að detta af Facebook, þegar Microsoft ætlar að fara að nýta sér þetta til að þekkja markhópinn sinn betur. Um leið og þetta gangast mjög vel í þeim tilgangi sem það er ætlað í, gagnast það ekki síður vel til þess að þekkja fólkið og nýta til að markaðssetja. Einstaklingar hafa sett ansi mikið af markaðsvænum upplýsingum inn á vefinn.
Um leið og það gerist er ljóst að ýmsir eiga eftir að skoða aðrar lausnir. Ég vona að það verði ekki af þessum kaupum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Snilld :) Ekki vissi ég þetta.
TómasHa, 26.9.2007 kl. 10:22
Já, Facebook á klárlega eftir að breytast ef að Microsoft kaupir það
(eða Google eða Yahoo)
Eðlilega vilja þeir nálgast þessar upplýsingar en það er samt svolítið skuggalegt
Þessi gaur yrði klárlega yngsti eða einn af yngstu "self made billionaire" en það eru náttúrulega til dæmi um að ungt fólk og jafnvel börn erfi mjög miklar upphæðir. Verði "billionaire" út af arfi
Jói Run (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 11:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.