25.9.2007 | 10:00
Keilir fannst ekki
Manni finnst það álíka skrýtið og að finna ekki Esjuna að finan ekki Keili, en það var nú samt þannig á sunnudaginn þegar ég ætlaði að ganga upp á fjallið með erlendum vin.
Reyndar var farið fyrst upp á Esjuna, reyndar ekki topinn en veðrið hamlaði för. Við náðum ca. upp í miðjar hlíðar þá var ekki stætt. Það var samt heldur súrt að snúa undan þegar hópur skólabarna tók fram úr okkur. Reyndar velit maður fyrir sér ábyrgðinni en þau voru flest mjög illa búin og greinilega skítkallt.
Ég ákvað næst að reyna við Keili, það er minni hækkun en meiri gangur á jafnslettu. Hins vegar er greinilega mikið í gangi á þessu svæði í kringum tvöföldunina á Reykjanesbraut. Ég fann slóðan en þegar ég fylgdi honum endaði ég nú bara ofan í einhverri grifju. Næsta tilraun var línuvegur. Þó svo að ég hafi giskað á hvaða spotti væri sá rétti ákvað ég að það væri meir en nóg komið og fór með vin minn og sýndi Garðskagavita. Það var ekki síður upplifun í þeim vind sem var á sunnudaginn.
Seinast þegar ég fór þangað var nú bara farið yfir götuna en ekki um þessi fínu undirgöng. Þá var slóðin líka bara beint upp á Keili. Þeir mættu alveg merkja slóðan uppeftir aðeins betur.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.