Saumaklúbbar

Á leiðinni út til Ameríku var heill saumaklúbbur með okkur, þetta voru allt saman að því er virtust vera verkakonur. Maður hefur nægan tíma til að velta fyrir sér hlutina á meðan maður er í svona flugi og því fór ég að velta fyrir mér hlutunum varðandi Saumaklúbba.

Ætli þessi klúbbar séu séríslensk fyrirbrigði? Það er þetta form og undir þessum formerkjum. Hvað ætli þeir séu margir á Íslandi? Hversu algengt ætli að konur séu í fleiri en einum, maður hefur séð mjög marga svona klúbba en ég veit eiginlega ekki um margar konur sem eru í fleiri en einum. Stærðin á þessum klúbbum er nokkuð standard líka eða hvað? Ætli það sé misjafnt eftir stéttum hversu algengt er að menn séu í þessum klúbbum. Algengast virðist vera að þessir klúbbar séu stofnaðir af konum á þegar þær eru á milli 2ö-30 og haldast út ævina. Er annars mjög algengt að saumklúbbar verði fyrverandi.

Undanfarið hefur verið mikið rætt um netkerfi kvenna, samt sem áður eru svo margar íslenskar konur í klúbbum sem eru nánast die hard klúbbar, þar sem ætt að vera hægt að ná ótrúlega mikið af networking hlutum í gegn og er örugglega í gegn. Það eru ekki til neinir sambærilegir klúbbar hjá körlum, ekki svona sterkir og ekki sem endast í svona rosalega langan tíma.

Það væri gaman að heyra í lesendum varðandi þesssa klúbba. Ég velti fyrir mér hvort upplifun fleiri sé svipuði og mín.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hi Tomas.

Eg by her i Pentiction BC Canada og mer skylst ad thu haldir ad saumaklubbar seu ser islenst fyrirbari en svo er ekki vid hofum klubb her sem i eru 20. stelpur og vid forum saman ut ad skemmta okkur eda hofum mjog skemmtilegan tima heima hja einni okkar bordum saman og drekkum god vin. Thad eru lika strakaklubbar og their fara saman a leiki, saman a pobbinn eda bara gera einhvad skemmtilegt saman og their hafa vitad af hvor odrum sidan i menntaskola. Eg held ad thid strakar heima seud alltof mikid ad koma ykkur afram og erud i jstjornmalaklubbum sem skyla ekki neinu nema leidindum, thad sem thid thurfid ad gera er ad stytta vinnudaginn hittast eftir vinnu og njota lifsins. Eg vona ad thessar upplysingar opni augu thin og svona klubbar eru mjog naudsinlegir til ad letta lundina og hafa gaman thi lifid er yndislegt og eg by i paradis fallegar strandir,avextir vaxa hvar sem litid er heitt og gott solsyn a hverjum degi og ekki ma gleyma klubbunum.

Bestu kvedjur fra Pentiction British Columbia Canada.

Margret G Eddy

Margret G Eddy (IP-tala skráð) 24.9.2007 kl. 06:15

2 Smámynd: Anna

Engir klúbbar fyrir karla?!  Hvað um Frímúrararegluna, Rótarý, Kiwanis, Lions, Oddfellow...  Allt eru þetta karlaklúbbar þar sem myndast sterk 'networking' tengsl milli manna sem endast jafnvel út ævina.  Annað dæmi; faðir minn var mjög virkur í björgunarsveit á sinni ævi og 'gömlu' karlarnir hittast reglulega bara til að spjalla og hafa gaman af, eins og verstu saumaklúbbakerlingar!

Þetta virðist bara vera aðeins formlegra hjá körlunum en ég held að þessi hópamyndun sé mjög sterk í félagseðli mannsins, hvort sem um er að ræða annað kynið eða blandaða hópa.

Anna, 24.9.2007 kl. 10:27

3 Smámynd: TómasHa

Frábær punktur Anna, ég hef ekki litið á þessa klúbba sem sérstaka karla klúbba, þeir voru það kannski fyrir 10 árum en hafa allir verið opnaðir. Eru ekki komnar svipað margar konur í þessa klúbba.  Ekki að það skipti öllu máli.  Góð ábending.

TómasHa, 24.9.2007 kl. 11:45

4 identicon

Frímúrarareglan er einungis fyrir karla.

Eirný (IP-tala skráð) 24.9.2007 kl. 13:13

5 identicon

Reyndar eru líka til konur sem eru frímúrarar!!

Ása (IP-tala skráð) 24.9.2007 kl. 14:22

6 Smámynd: TómasHa

Sæl Eirný,

Ég held einmitt að það sé búið að opna frímúrarana fyrir konum, auk þess að það skiptir kannski ekki máli ætli það séu 1% karla frímúrar?  

Það var í sjálfu sér líka þessi punktur sem Margrét bendir á, er hvort saumaklúbbar séu séríslensk fyrirbrigði eða hvort þetta sé eitthvað sem við sjáum víða erlendis.  Ég kannast amk. hvergi við þessa klúbba.

Annars er það svo Margrét að ég þekki líklega jafnmargar stelpur í gegnum pólitíkina eins og stráka.

Ég er sammála um að þessir klúbbar séu mikilvægir, við þurfum öll að létta lundina. 

TómasHa, 24.9.2007 kl. 16:41

7 identicon

Ég læt umræðuna um kvenna og karlaklúbba liggja á milli hluta, en eitt var það sem að ég þurfti að lesa tvisvar, ÞÆR VIRTUST VERA VERKAKONUR.  Var eitthvað sérstakt í fari þessara kvenna sem gaf þér ástæðu til að ætla að þær væru verkakonur, var það klæðaburðurinn eða skótauið ??

Margret (IP-tala skráð) 24.9.2007 kl. 17:23

8 identicon

Önnur tegund klúbba sem eru ansi seiglífir eru veiðihópar. Ég bý í Noregi og ég var svo heppinn að vera "ættleiddur" inn í einn slíkan.  Alltaf farið í sömu árnar og á svipuðum tíma.  Við hittumst oft utan þessara veiðiferða og eins og maður gerir meðal vina viðrar maður ýmislegt og þá er það alltaf einhver som þekkir einhver sem getur leyst málið.  Nú i önnur skifti förum við bara á krána eða stundum hnýtingar (bindum einstaka flugur og hnýtum svo i hvern annan).  Nú veit ég ekki hversu langlífir svona klúbbar eru enda bara búin að vera í þessum í 12 ár.  Mér finnst oft at karlmenn hittist kanski sjaldnar en stelpurnar en við eru oftar í því að gera eitthvað, ekki bare sitjast niður og slappa af.  Kanski eru þetta leifar af því þegar karlmenn ættbálksins fóru saman að drepa mammút eða bara ættbálkinn hinum megin við fjallið.   Stelpurnar voru heima med krakkana og spölluð um daginn og veginn meðan þær multitöskuðu rosalega. Hvað veit ég.

U (IP-tala skráð) 24.9.2007 kl. 19:19

9 Smámynd: TómasHa

Afhverju skilirðu það ekki Eirný, mér finnst þetta amk. merkileg umræða.  Afhverju eru ekki til saumaklúbbaform karla?  Er það til og heitir það þá eitthvað annað?  

TómasHa, 24.9.2007 kl. 23:21

10 Smámynd: TómasHa

Björgúlfur: Merkilegt, hérna heima eru til veiðiklúbbar.  Þetta mynstur er kannski einsleitt hjá konunum. Ég velti fyrir mér hversu hátt hlutfall kvenna á Íslandi séu í saumaklúbbi?

TómasHa, 24.9.2007 kl. 23:23

11 Smámynd: Nexa

Heyrðunúmig Tómas! 

Ég man ekki betur en að við séum saman í klúbb! Þó langt sé liðið frá síðasta boði...

Einhverjar fréttir af barneignum félaga okkar í Hlíðunum? 

Nexa, 3.10.2007 kl. 14:34

12 Smámynd: TómasHa

:) Það er rétt.  En ertu í öðrum saumaklúbb líka?

TómasHa, 3.10.2007 kl. 16:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband