Mistækar auglýsingar

Mér finnast margar auglýsingar sem eru í gangi þetta augnablikið eitthvað mistækar.  Ég fýla t.d. aðrar glitnisauglýsinguna mjög vel og finnst hún snilld.  Hins (með Dananum) er rusl.     púkinn bendir svo á beljuauglýsingu Vodafone, sem mér ferlega ófyndin.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fishandchips

Ertu virkilega ekki að fatta þetta með Búkollu???? Fannst þetta virkilega fyndið

Fishandchips, 1.9.2007 kl. 23:37

2 Smámynd: TómasHa

:) Já ok. Ég fattaði alveg þessa búkollutengingu.  Fansnt bara ekkert fyndið.

TómasHa, 2.9.2007 kl. 01:53

3 identicon

Fyndið og ekki fyndið?

Mér fannst allavega ekkert fyndið að þurfa að hringja 3svar í 1414 til að segja þeim af bilun , sem reyndist vera í símstöð hjá þeim.

1. Ég lýsti bilunninni, og eftir ca 2 mínútna símtal sagði þjónustufulltrúi Vodafone mér að setja aftur upp hugbúnaðinn fyrir módemið.

2. Ég gerði eins og fyrir mig var lagt, en án árangurs. Eftir að hafa reynt þetta á hinni heimilistölvunni, án árangurs, hringdi ég aftur í 1414. Eftir ca 5 mínútna bið svaraði loks einhver þjónustufulltrúi. Eftir að hafa gefið honum allar þær upplýsingar sem ég hafði viðað að mér, tjáði hann mér að allt benti til þess að módemið hjá mér væri bilað!!!!!! og benti mér á að fara með það í viðgerð hjá Vodafone verkstæðinu í Skútuvogi 2.

3. Þar sem ég er eldri en tvævetra hafði ég ákveðnar efasemdir um ágæti þessara ráðlegginga. Ég fór sem leið lá í verslun Vodafone í Smáralind og festi kaup á Router sem átti að tengja mig beint á netið. Hugur minn hafði reyndar lengi staðið til þess að kaupa slíkan búnað, og þar sem þjónustufulltrúi fyrirtækisins hafði sagt  mér að líklegasta bilunin væri gamla góða módemið mitt, sló ég til

4. Ég kom fullur eftirvæntingar heim með nýja routerinn minn, stakk öllu í samband og komst svo að því , mér til vonbrigða að ekkert virkaði. Hringdi í 3ja skiptið í 1414 Loksins svaraði einhver með viti. Hann sagði mér að það væri bilun í símstöð hjá þeim , sem orsakaði þetta.

Hugsið ykkur, bara það að fá að vita þetta strax hefði verið í fínu lagi. Sá sem svaraði fyrst hefur sennilega verið að gera sitt besta.

Sá sem ráðlagði mér að fara með módemið í viðgerð, ætti að fá sér eitthvað annað að gera.

Sigurður Sverrisson (IP-tala skráð) 2.9.2007 kl. 04:56

4 Smámynd: Óttarr Makuch

Get alvegt tekið undir þetta hjá þér, það ætti hreinlega að banna sumar auglýsingar fyrir fólk yngra en 99 ára því þær eru svo óstjórnlega leiðinlegar.  T.d. þessi blessaða beljuauglýsing er alveg út í hött og maður getur ekki einu sinni brosað út í annað.  En hinsvegar svolítið merkilegt hvaða táknmynd baugsfyrirtækin velja sér.  Bónus er svínið og Vodafone er beljan - svolítið sérstakt val svo ekki sé nú meira sagt.

En það hafa nokkrar auglýsingar mátt fara fyrir ofan garð og neðan t.d

Dominos auglýsingin með brúðunni, Tópas auglýsingin, Rís auglýsingin ofl ofl ofl.

Hinsvegar má líka nefnda dæmi up vel heppnaðar auglýsingar og þær eru t.d.

VÍS herferðinn "heppinn", SMS ofl.

Teiknimyndin frá CocaCola ofl.

Óttarr Makuch, 2.9.2007 kl. 11:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband