Auglýsingastofa í útgáfu

Ég var að lesa Moggan og sé að þar er viðtal við Bigga í Maus, sem nú vill láta kalla sig Bigga í Mónitor.  Þar með er að koma eitt blaðið í viðbót á markað götublaða sem er bara fínt, það er sjálfsagt ágætis rými á þessum markaði.  

Það sem kom hins vegar á óvart er hverjir standa að baki þessu en það er auglýsingastofan Vatíkanið.  Hvernig getur auglýsingastofa verið í útgáfu um leið og hún er að ráðleggja fagmannlega til viðskiptavina sinna?  

Hvað með hinar auglýsingastofurnar? Eru þær að fara að kaupa af blaði sem önnur auglýsingastofa á. Ég veit ekki hvernig þetta er í auglýsingastofu bransanum, en í þeim bransa sem ég er í hefðu menn ekki keypt auglýsingar þar, þó svo að þeim hefði staðið þær til boða ókeypis.

Á hinn bóginn væri ég áhyggjufullur ef ég væri í viðskiptum við þessa auglýsingastofu.  Er hægt að treysta ráðlegginum í blaðamálum? Munu þeir ekki veita öllum viðskiptum í eigið blað, hvort sem það eru hagsmunir viðskiptavina sinna eður ei? Það er jú peninga í vasann fyrir þá.

Ég hefði amk. haldið að það væri ekki kjöraðstaða fyrir fagmannlega auglýsingastofu að vera rekstri fjölmiðla.  Þetta er amk. í fyrsta skipti sem ég heyri af slíku, ef þetta væri góð hugmynd væru sjálfsagt fleiri að gera þetta til að koma sér og viðskiptavinum sínum í kjöraðstæður umfram aðrar stofur. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Guð

  Þegar ég var í auglýsingabransanum þá var reglan lengst af sú að auglýsingastofa mátti ekki hafa beina hagsmuni af því að ráðleggja viðskiptavinum sínum að auglýsa í tilteknum auglýsingamiðli fremur en öðrum.  Þessi regla var aldrei alveg virt vegna þess að dagblöðin,  helstu tímarit og ljósvakamiðlar borguðu auglýsingastofum þjónustulaun fyrir auglýsingar sem frá þeim bárust.

  Síðan gerðist það að auglýsingastofa keypti allt auglýsingapláss á strætisvögnum Reykjavíkur einhver ár fram í tímann.  Þessi auglýsingastofa endurseldi síðan öðrum auglýsingastofum aðgang að þessu auglýsingaplássi.

  Núna eru fáar reglur í gangi um þetta.  Vífilfell og fleiri stærri fyrirtæki reka eigin auglýsingastofur.  Auglýsingabransinn er svo opinn og flæðandi í allar áttir í dag að allir virðast sáttir við að auglýsa hjá öllum.  Einn útvarpsþáttur er kannski í boði Dominos.  Í þættinum hljóma samt inn á milli auglýsingar frá öðrum pizzastöðum. 

  Á sínum tíma gekk metnaður fjölmiðla út á að blanda ekki saman fréttaefni og auglýsingum.  Í dag er þetta allt runnið saman.  Heilu útvarpsþættirnir eru seldir á auglýsingataxta.  Iðulega eru fréttir í dagblöðum ekkert annað en auglýsing sem borgað er fyrir.  Annað eftir því. 

Jens Guð, 1.9.2007 kl. 21:13

2 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Hef sjálfur rekið auglýsingastofu sl. 11 ár og séð um birtingamál ýmissa fyrirtækja. Það er mögulegt að gera svona á þeim forsendum að bjóða töluvert lægra birtingaverð en önnur sambærileg blöð og sömu eða betri dreifingu. Þannig getur þetta orðið ágætis aukabisness en svona blöð henta betur fyrir image-auglýsingar. Söluauglýsingar eiga betur heima í dagblöðum og alvöru tímaritum.

En ég hef ekki trú á að neinn sé að ríða feitum hesti frá svona útgáfu. 

Ævar Rafn Kjartansson, 2.9.2007 kl. 00:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband