30.8.2007 | 17:52
Seinniparturinn fór í að reyna að búa til Facebook prófíl. Vinir og vandamenn fengu skeyti í stórum stíl. Ég hef aldrei verið mjög góður í svona en þetta er sjálfsagt mjög spennandi. Það eru amk. nokkuð stór samfélög þarna inni. Fyndið að maður hafi aldrei dottið inn þarna áður miðað við að maður er á öðrum svona sambærilegum vefjum. Greinilegt að það eru mun fleiri þarna en á þeim sem ég hef nú þegar prófað.
Ég hef nú í sjálfu sér aldrei séð neitt svakalega gagn af þessum vefjum samt, en verður maður ekki að taka þátt í þessu?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Facebook er snilld - og sérstaklega að hægt er að tengja fjölskyldur saman á lokuðum svæðum.
Og ótakmörkuð geymsla á myndum og margt fleira
Halldór Sigurðsson, 30.8.2007 kl. 20:43
Ég ákvað mig að skrá mig aðallega til að halda smá tengslum við fólk sem ég kynntist í sumarskóla í Árósum en einnig sýndist mér þetta vera hálf nauðsynlegt þegar maður er að fara að eyða önn úti.
Óli Gneisti Sóleyjarson (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 21:50
Maður þarf að læra á þetta? Ég hef ekki alveg náð þessu. Ég ákvað að tengja saman mína fjölskyldu og var fljótur að bæta óla við á listann hjá mér.
TómasHa, 31.8.2007 kl. 00:16
Hvað er Facebook ??
Guðrún B. (IP-tala skráð) 31.8.2007 kl. 11:05
www.facebook.com, það er kannski líkt og myspace (að mér skilst). Ég veit eiginlega ekki hvernig er best að lýsa þessu, ég fékk sem sagt boð frá vin og skráði mig inn. Núna er ég kominn með nokkuð marga vini og fjölskyldu þarna inn.
TómasHa, 31.8.2007 kl. 11:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.