29.8.2007 | 17:20
Stöðvum Einar Bárðarson
Nú er X-ið farið af stað með undirsskriftarsöfnun sem þeir auglýsa grimt. Ég er núna búinn að heyra þetta í nokkra daga. Hún ber fyrirsögnina stöðvum Einar Bárðarson.
Slóðið er: http://www.petitiononline.com/st4e0772/petition.html
Ég hef nú alveg séð undirskriftarsafnanir sem hafa gengið betur, en það virðast enn bara verið um 350 manns sem vilja manninn stöðvaðann. Það er greinielgt að fólk vill Lúxor, vill Nylon og vill Cortes. Leðurhausarnir á Xinu verða bara að sætta sig við þetta. Ég vona þeirra vegna að þetta séu ekki allir hlustendur rásarinnar.
Slóðið er: http://www.petitiononline.com/st4e0772/petition.html
Ég hef nú alveg séð undirskriftarsafnanir sem hafa gengið betur, en það virðast enn bara verið um 350 manns sem vilja manninn stöðvaðann. Það er greinielgt að fólk vill Lúxor, vill Nylon og vill Cortes. Leðurhausarnir á Xinu verða bara að sætta sig við þetta. Ég vona þeirra vegna að þetta séu ekki allir hlustendur rásarinnar.

Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:47 | Facebook
Athugasemdir
Iss, ég stend með Einari Bárðarsyni, hann er snillingur. Nylon-stelpurnar eru krútt ... er reyndar meira fyrir rokk ... Hef ekki séð LUXOR-strákana.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 29.8.2007 kl. 17:28
Það veit guð ég skyldi skrifa undir, en ég fæ bara einhvern error, access blocked. Má vera að það hafi eitthvað að gera með fjölda undirskrifta?
Skarpi, 29.8.2007 kl. 17:48
hahaha... ég hlusta stundum á x-ið og oft heyrt þessa auglýsingu, hélt bara þetta væri eitthvað djók :)
Erla Margrét Gunnarsdóttir, 29.8.2007 kl. 18:12
Ég trúði varla eigin eyrum fyrst þegar ég heyrði þetta. Fannst þetta bara fyndið.
TómasHa, 29.8.2007 kl. 18:12
Held að þetta sé húmor og bara nokkuð góður, vona samt að fólk taki þetta ekki of alvarlega og ekki Einar! Músíksmekkur er svo misjafn, alveg má fólk hlusta á hvað sem það vill, ég hika ekki við að lækka í útvarpinu ef einhver viðbjóður (Mariah Carey og slíkir músíkmorðingjar) hljómar þar. Hækka bara í Radiohead og Zeppelin og svona ...
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 29.8.2007 kl. 18:55
Minn skilningur gagnvart þessu framtaki er fyrir hendi, sökum þess að fátt er leiðinlegra er fabrikkuframleiðsla á tónlist með samtengdu auglýsinga og glamúrmarkaðsbraski.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 30.8.2007 kl. 01:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.