22.8.2007 | 12:30
Strætó bs enn í vandræðum
Nú er enn einu sinni verið að gagnrýna Strætó Bs nú fyrir að hafa tekið út leiðartólið sitt, sem hjálpaði fólki að finna einföldustu leiðinar. Bylgjan greindi frá því að þetta hafi kostað 5 milljónir á sínum tíma í gerð og nú hafi því einfaldlega verið hent.
Spurningin er hvort þetta hafi nokkuð verið notað? Áður en strætó lagði í gerð nýrrar heimasíðu hafa þeir væntanlega farið ítarlega yfir notkun. Það ætti því að vera létt verk að svara fyrir þetta og útskýra hvernig á þessu stendur.
Maður skilur hins vegar ekki hver ástæðan er yfir höfuð að strætó sé að búa til nýja heimasíðu. Var sú gamla ekki bara fín?
Spurningin er hvort þetta hafi nokkuð verið notað? Áður en strætó lagði í gerð nýrrar heimasíðu hafa þeir væntanlega farið ítarlega yfir notkun. Það ætti því að vera létt verk að svara fyrir þetta og útskýra hvernig á þessu stendur.
Maður skilur hins vegar ekki hver ástæðan er yfir höfuð að strætó sé að búa til nýja heimasíðu. Var sú gamla ekki bara fín?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Á heimasíðu sinni Straeto.is halda þeir því fram að verið sé að uppfæra þennan Ráðgjafa. Eins gott að þeir hætti ekki með þetta.
http://www.straeto.is/?c=dofinni&id=29&lid=&pid=
Kveðjur :)
Þórir Hrafn Gunnarsson, 22.8.2007 kl. 12:58
Mér fannst aðalega fyndið að þetta færi í fréttirnar. Þetta er sniðugt gimmik og á örugglega eftir að vera meira notað en ég efast um að það séu rosalega margir að nota þetta í dag. Menn þekkja leiðina sína og aðrir eru ekkert mikið að nota strætó.
Takk fyrir að benda mér á þetta Þórir.
TómasHa, 22.8.2007 kl. 13:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.