22.8.2007 | 08:42
Get nú skrifað á blogg annars manns!
Í gær gerðist það merkilega að það birtist flipi hjá mér, sem heitir önnur blogg. Ég kíkti á þetta, og sá að þar var blogg sem ég kannaðist bara ekkert við. Ég ákvað að prufa að skrifa og úr varð þetta:
http://res.blog.is/blog/res/entry/292134/
Ekki áhugamaður um veiðar, tónlist fótbolta. Kannski þetta ofl. eigi við um mig, en ég skil enn ekkert í því hvernig þetta gerðist. Ég veit ekki einu sinni hver þessi res er og hvernig hægt er að bjóða mér að skrifa inn á önnur blog án þess að ég þurfi að samþykkja það eða bregðast eitthvað við.
Ég kannski skrifa einhverjar fleiri færslur þarna inn. Það er hægt að skrifa um ágæti flokksins míns eða hvað JCI eru skemmtileg samtök.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll Tómas,
Það sem Res hefur gert er að hann hefur gefið þér leyfi til að skrifa hjá sér færslur. Þetta geta allir notendur gert undir "Stillingar" -> "Aðgangsstjórn". Hugmyndin með þessu er auðvitað sú að fólk geti verið með sameiginlegan blog vettvang og skrifað þar undir sínu eigin nafni en möguleikin hefur e.t.v. ekki verið notaður með þessum hætti áður, þ.e. að fólk gefi beinlínis einhverjum notendum leyfi á að skrifa hjá sér.
Með kveðju frá netdeildinni,
Ólafur Örn Nielsen, 22.8.2007 kl. 09:26
Takk fyrir þessar útskýringar Óli. Ég veit ekki hvort hann er meira hissa eða ég núna. Nema að þetta sé eitthvað flipp hjá res.
TómasHa, 22.8.2007 kl. 09:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.