18.8.2007 | 22:31
Ó-stuðmenn
Það er óhætt að kalla framkomu í Stuðmanna í gær óstuð. Þeir voru ekki í essinu sínu, lögin voru ekki skemmtileg og atriðið var almennt frekar súrt. Þeir ættu kannski að nota svona jaðarhúmor á öðrum tímum en þegar þeir eru að spila fyrir alla þjóðin. Klárlega ekki peningana virði. Ég glápti á þetta til enda en rétt svo, ef það hefði verið eitthvað betra á öðrum rásum hefði ég frekar valið það.
Það var alveg sýnilega minna klappað en í atriðunum á undan.
Hitt var svo Bubbi, hann átti ágæta kafla. Hins vegar efast ég um að bankinn borgi manninum stórfé fyrir að drulla yfir ríkisstjórnina? Hann virtisti ekkert vita hvað hann var að drulla yfir. Óskýr skilaboð um peninga sem verið var að eyða. Hvaða peningar eru þetta?
Það var líka gaman að heyra mun í tölum. Mönnum var mikið í mun að fjöldinn væri mikill, tölum bar ekki saman og töldu kaupþingsmenn sig hafa fengið 100% meira en lögreglan virtist gefa upp.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég heyrði seinni hluta hljómleikanna inn um gluggann hjá mér. Ég bý rétt við Laugardalsvöll. Ég skil ekki hvað Stuðmenn voru að pæla. Kannski forfallaðist gítarleikarinn og þetta hafi verið redding fyrir horn: Að breyta dæminu í tölvupopp. Kannski átti þetta líka að vera voða fyndið?
Jens Guð, 18.8.2007 kl. 22:54
Ég held að þetta hafi átt að vera eitthvað voðalega fyndið. Það er skrýtið að nota þetta tækifæri til fyndninnar.
TómasHa, 18.8.2007 kl. 23:48
Algjörlega sammála fannst múgison koma best út
Res (IP-tala skráð) 19.8.2007 kl. 10:58
Ég heyrði þetta ekki, en ætla þó að taka undir með þér með gagnrýnina á kjaftavaðalinn í Bubba. Það eru mörg ár síðan ég gafst upp á að fara á tónleika hjá Bubba, einmitt vegna þess að helmingurinn af tímanum fór í kjaftæði. Bubbi má auðvitað hafa sínar skoðanir, en ég var að borga aðgangseyri til að hlusta á tónlistina hans en ekki sögur eða skoðanir hans á þjóðmálum.
Sigurður Sverrisson (IP-tala skráð) 19.8.2007 kl. 11:10
Það sem mér fannst sorglegast var Helgi Björnsson... er maðurinn alveg búinn... Söngurinn alveg skelfilegur og það leit út fyrir að hann hafi ekki þrifið sig í allt sumar
Hallgrímur Egilsson, 19.8.2007 kl. 11:39
Helgi var í voða óstuði eitthvað - allavega röddin hans.
Markús frá Djúpalæk, 19.8.2007 kl. 12:40
Ég nennti nú ekki að horfa á tónleikana en horfði á Stuðmenn að beiðni átta ára dóttur minnar! Hún er forfallinn Stuðmannaaðdáandi, söng og dansaði og dró mig öðru hvoru með (ekki annað hægt en að smitast smá af stuðinu). Hins vegar er ég sammála um þetta var ekkert fyndið hjá þeim og þegar þeir kynntu Bó sem Gesta"Bó" vissi ég ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta. En semsagt sú stutta skemmti sér konunglega sem segir manni kannski að við séum orðin of gömul fyrir þessa "síungu sveit" og þeir á réttri leið! Hvað Bubba varðar þá er ég sammála Sigurði um að þeir sem borga sig inn á tónleika (Bubba eða annarra) séu að gera það til þess að hlusta á tónlistina en ekki persónulegar skoðanir listamannsins. En hvernig er það, bloggar Bubbi? ... eða nennir kannski bara enginn að hlusta á skoðanir hans og því þetta eini vettvangur hans til að koma þeim að!
Halldóra (IP-tala skráð) 19.8.2007 kl. 14:59
Þessir tónleikar voru glæsilegir í alla staði nema þátt Stuðmanna, hann var hreint út sagt skelfilegur og ég vona að peningarnir sem ég greiði í vexti hafi ekki farið í að greiða þeim laun. Á skalanum 1-10 þá gef ég tónleikunum 9 í einkunn en þeir hefðu fengið 10 ef Stuðmenn hefðu EKKI verið.
Óttarr Makuch, 19.8.2007 kl. 16:06
Hvernig er hægt að aðskilja list og skoðanir listamanns? Endurspeglar annað ekki hitt? Hvernig er hægt að fara á tónleika og syngja með í: Stál og hnífur og telja að ekki sé verið að syngja um pólitík? og ef það er almenn vitneskja að hann talar um sín hjartans má á tónleikum, hvers vegna eru þeir að fara sem ekki getað hlustað á það sem maðurinn er að pæla? Það er enginn að segja að þeir þurfi eða eigi að vera honum sammála.
Kristín Dýrfjörð, 19.8.2007 kl. 16:07
Nei, ég held að ekki sé hægt að aðskilja list og skoðanir listamannsins. Góðir tónlistarmenn kunna hins vegar að koma skoðunum sínum til skila í texta laganna og þá list kann Bubbi vel. Hvort sem ég er sammála skoðunum listamannsins eða ekki, finnst mér alltaf leiðinlegt þegar menn fara niður á það plan að vera með skítkast. Sérstaklega þegar fólk er komið til að skemmta sér. Það er líka rétt að enginn er neyddur til þess að mæta og það nýtti ég mér á föstudaginn og sleppti því að fara á tónleikana. Ég vissi nefnilega að Bubbi yrði þarna og færi sennilega að drulla yfir ríkisstjórnina (almenn vitneskja) og ákvað því frekar að sitja heima. Þar hefði ég þó val um að skipta yfir á aðra stöð ef ég myndi ekki nenna að hlusta á skítkastið en njóta tónlistarinnar og þannig sloppið við allan pirringinn
Halldóra (IP-tala skráð) 19.8.2007 kl. 17:19
Ég var á tónleikunum og skemmti mér konunglega, var ánægð með alla þá listamenn sem fram komu . Bubbi bar af að mínu mati hann fékk áhorfendur mér sér í brjálað stuð. Stuðmenn voru æði eins og alltaf, þeir eru með spes húmor sem ég hef mjög gaman af, er að vísu ekki mikið fyrir endurtekningar þannig að ég hafði mjög gaman af því sem þeir voru með á boðstólnum þetta kvöld. Ég segi bara takk fyrir mig, frábær skemmtun og yndislegt að sjá okkar flottasta listafólk saman komið á fallegu sumarkvöldi
Eydís (IP-tala skráð) 19.8.2007 kl. 23:27
Bubbi segir bara það sem aðrir þora ekki að segja. Í lýðræði er ekkert nema eðlilegt að gagnrýna stjórnmálamenn sem láta hugsjónirnar lönd og leið og láta stjórnast af peningamönnunum. Þetta virðist koma voðalega illa við landann. Hinsvegar gagnrýnir enginn þau sjónarmið sem fram koma í "list" Stuðmanna - íklæddum búningum Hitler æskunnar, syngjandi um Svarta-Pétur sem hengdur var í næsta tré í þágu réttlætisins og bjóðandi Gesta-Bó á svið!!! Sér enginn neitt athugavert við þetta???
Harpa Heimisdóttir (IP-tala skráð) 20.8.2007 kl. 13:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.