DHL sendi mér bækur 5 mánuðum of seint!

Í dag fékk ég frekar skrýtna sendingu, en ég kannaðist ekkert við að hafa pantað neitt sem átti að koma með DHL í dag. Þegar ég mætti þangað voru það bækur sem ég hafði pantað í febrúar og borist til landsins í mars. Fyrir meira en 5 mánuðum síðan!

Ég varð auðvitað nokkuð hissa og benti starfsmanninum á þetta. Hann sagði að ég hefði bara ekki sótt pakkann, en þeir hefðu gert sitt til þess að koma honum til mín.

Eftir þrugl og leiðindi komust við að því að þeir hefðu átt að vera búnir að senda mér nokkra pósta með póstinum. Á einhvern undarlegan máta virðast þeir hafa gufað upp, þeir hafa amk. aldrei rambað inn um lúguna til mín.

Þeir gátu heldur ekki gert neitt, þeir gátu ekki boðið mér afslátt af sendingunni, ekki afsökun vegna tafanna og starfsmanninum virtist vera nokkuð sama yfir höfuð. Þetta var bara vinnan hans. Hann var þó alltaf kurteis, þrátt fyrir að ég hafi verið orðinn mjög fúll yfir þessu og að þetta fyrirtæki gæti virkilega ekki gert neitt annað en óbeint að saka mig um að lesa ekki póstinn minn.

Það er algjörlega ótrúlegt að fyrirtæki eins og DHL, skuli ekki hafa neinar lausnir þegar svona gerist. Það er augljóst að það hafa orðið einhver mistök og þeir geta ekki einu sinni beðist afsökunar. Eina sem mér var boðið var að endursenda bækurnar! Það hefði örugglega verið frábær lausn, að senda bækur sem ég greiddi fullt af peningum fyrir út í heim aftur í þeirri von og óvon að fá þetta einhvern tíman endurgreitt. Hitt var að senda kröfu á Amazon, sem ætti að senda kröfu á DHL, sem þá hugsanlega gætti endurgreitt mér hluta af sendingarkostnaðnum! Líklegt að það gerist á þessari öld.

Það þarf ekki að taka fram að ég yfirgaf staðinn sót illur og lofaði þeim að ég myndi tala illa um þá í hverju samtali sem ég myndi eiga næstu vikurnar eftir þessar kveðjur. Starfsmaðurinn tók bara undir þetta plan hjá mér og ég var ekki frá því að hann ætlaði bara að gera það sama. Þetta væri hvort sem er bara vinnan hans eins og hann sagði.

Það fyndna í þessu er að það hefði verið svo einfalt að koma í veg fyrir þetta. Fyrir utan að drullast til að senda bara pakkann til mín á réttum tíma, þá hefðu þeir einfaldlega geta beðist afsökunar. Hérna hefðu greinilega orðið einhver mistök. Því miður væri ekki hægt að endurgreiða mér út af þessu, út af bla bla bla, en ég gæti fengið þennan líka fína DHL bolla, blýant eða DHL bol. Það er nefnilega merkilegt hvað svona smáhlutir geta gert. Þar með hefði ég fengið eitthvað fyrir minn snúð, og viðurkenningu á því ranglæti sem ég hefði orðið fyrir. Ég hefði að sjálfsögðu skilið þá aðstöðu sem fyrirtækið er í og jafnvel gleymt því að þeir hafi logið til um að hafa sent fjölmarga pósta til að minna mig á pakkann. Allir gera mistök. Fyrirtækið hefði orðið af 100 kalli (fyrir bollann) og ég hefði farið ánægður út. Það er nefnilega merkilegt hvað afsökunarbeiðni og bolli geta gert margt til að létta manni lund. Ég hefði farið burt sem sigurvegari, í staðin fyrir að fara með skottið á milli lappana, eftir fyrirtækið rétti mér löngutöng.

Af sjálfsögðu fá þeir mína löngutöng á móti, og ég mun tuða um af hverju DHL heiti DHL ásamt varnaðarorðum um að fólk eigi að forðast þá eins og pestina. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við hjónin höfum líka hörmulega reynslu af DHL. Þetta er í raun stórmerkilegt fyrirbæri og enn merkilegra að það skuli enn vera í rekstri. Sjá hér færslu konu minnar um reynslu okkar:

http://eyglohardar.blog.is/blog/eygloh/entry/195755/

Sigurður E. Vilhelmsson (IP-tala skráð) 15.8.2007 kl. 17:42

2 Smámynd: Toshiki Toma

Sæll. Einmitt var ég að hugsa um að skrifa um þetta mál. Ég var búinn að upplifa sama hjá DHL þrísvar hingað til, í öllum tilfellum keypti ég vörur gegnum Amazon.co.jp. Og náttúrlega skilst mér að samningurinn minn við Amazon innifelur sér að vörur urðu sendar til mín, ekki aðeins til Íslands. Í öllum tilfellum fékk ég ekki neina tilkynningu hvorki í miða, í póst né í síma.
Málið er hvort ég á að kvarta yfir þessu til DHL eða til Amazon??

Toshiki Toma, 15.8.2007 kl. 18:19

3 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Á þetta ekki að vera hraðþjónustufyrirtæki?

Þvílíkt skítafyrirtæki!

Eva Þorsteinsdóttir, 15.8.2007 kl. 19:00

4 Smámynd: Dórinn Sjálfur

Damnit He's Late?

Don't Hurry Love?

Druslast Hálfa Leið?

Ég ætla ekkert að dæma en spyr bara, hvað stendur DHL fyrir?

Dórinn Sjálfur, 15.8.2007 kl. 19:02

5 identicon

Alveg finnst mér ótrúlegt hvað fólk í svona þjónustustörfum á erfitt með að segja "afsakið" eða "æi, þetta var leiðinlegt". Það gæti sparað sér svo mikil leiðindi og löng orðaskipti og létt vinnu sína um helming.

Dóra (IP-tala skráð) 15.8.2007 kl. 19:23

6 Smámynd: Mummi Guð

Eitt sinn þegar ég var að bíða eftir pakka frá DHL, þá benti einn mér á að ég þyrfti sennilega að bíða lengi þar sem DHL stendur fyrir, djöful helvíti lengi.

Mummi Guð, 15.8.2007 kl. 19:30

7 identicon

Jahérna hér... og ég sem er búin að vera með samviskubit síðan á mánudag fyrir að hafa hálföskrað í símann á starfsmann DHL.  Ég var í fyrsta sinn að panta mér bækur frá amazon og það tók tvö símtöl og þrjár tilraunir að fá pakkann sendan heim.  Í fyrsta skiptið kom blað inn um lúguna með þeim athugasemdum að reynt hefði verið að koma pakkanum til mín en enginn heima!  Ég rak augun í miðann um það leyti sem bílstjórinn var að keyra í burtu (1 mín. seinna en tímasetningin á miðanum).  Ég fór strax að tékka á hvort að dyrabjallan væri biluð en svo var nú ekki.  Ekki bý ég nú í stórri íbúð svo eitthvað hefur nú bankið verið máttlaust þar sem enginn fjölskyldumeðlimur varð var við neitt bank.  Mér fannst þetta stórundarlegt og fór að spá í hver gerði sér ferð án þess að reyna að koma pakkanum til skila.  Kannski hefur starfsmaðurinn gleymt posavélinni sinni eða kannski bara pakkanum sjálfum... já eða við bara ekki í lagi.  Nú jæja, ég hringdi í DHL og sagði þeim frá þessu og fékk þau svör að ég gæti bara sótt pakkann til þeirra sjálf.  Stúlkan sem svaraði í símann var frekar pirruð þó svo ég hafi nú verið einstaklega kurteis þegar ég bað hana um að koma pakkanum til mín. ,,Ok. hann kemur á milli 16-22 í kvöld" svaraði hún og ég stóð vaktina með slökkt á öllum tækjum og búin að tékka á bjöllunni því nú skyldi ég sko ekki tapa af sendingunni.  En enginn kom pakkinn.  Leið svo vika og sl. mánudag hringi ég aftur og spyr út í sendinguna.  Aftur var það stúlka sem svaraði og þegar hún var búin að fletta upp nafninu svarar hún með þjósti að það sé búið að reyna að koma pakkanum tvisvar til mín og enginn heima!!! Ég sagði henni eins og var og spurði hana af hverju ekki hefði komið neinn miði í það skiptið en því gat hún ekki svarað.  En eftir smá strögl sagði hún að pakkinn kæmi um kvöldið og aftur nefndi hún sama tíma.  Og viti menn!  Pakkinn skilaði sér um áttaleytið og þá gat ég yfirgefið forstofuna og notið bókanna sem ég var að fá sendar.  Stúlkan sem afhenti mér bækurnar var kurteis en í minni sveit myndi pikkið á hurðina ekki nú kallast bank og ekki var dyrabjallan brúkuð.  Ég þakka því mínum vel hreinsuðu eyrum og árverkni að sendingin skyldi nú á endanum komast til skila 

Halldóra (IP-tala skráð) 15.8.2007 kl. 21:08

8 Smámynd: Egill Óskarsson

Guðlaugur, ég get alveg sagt þér það að þetta er ef eitthvað er óþægilegra fyrir starfsfólkið sjálft en viðskiptavinina. Tala nú ekki um þegar bæði augljóst er og einfalt að bæta fyrir eitthvað. En rökin sem starfsfólkið fær oft er það að þegar kemur að því að endurgreiða gallaða vöru eða veita afslátt vegna einhverra óþæginda þá sé um að ræða fjármuni fyrirtækisins og um þau geta bara yfirmenn tekið ákvarðanir. 

Egill Óskarsson, 15.8.2007 kl. 22:27

9 identicon

Ég hef sömu sögu að segja af DHL og heimsendingum þeirra.  Það er eins og bístjórarnir þeirra hafi enga kunnáttu til að nota dyrabjöllu og klóri frekar í í hurðina til að komast hjá því að þurfa að eiga örstutt orðaskipti við viðtakanda pakkans þegar hann er sendur.

Ég er farinn að hafa hlutina þannig að ef ég kemst hjá því að nota DHL þá geri ég það, en ef það er nauðsynlegt (og þá þarf það að vera mjög nauðsynlegt) þá læt ég senda mér pakkann í vinnunna, það virðist vera auðveldara að fá bílstjórana til að koma í fyrirtæki.

Það er hinsvegar alveg ljóst að DHL þarf að taka sig á í þjónustuhlutanum og fá starfsmenn sína til að taka ábyrgð á sínu starfi.

Kjartan Sverrisson (IP-tala skráð) 16.8.2007 kl. 08:58

10 Smámynd: TómasHa

Þetta eru ótrúleg viðbrögð og greinilega skortir mikið upp á þjónustuna hjá þessu fyrirtæki.  Aldrei átti ég von á þessu. 

TómasHa, 16.8.2007 kl. 10:22

11 Smámynd: Sverrir Einarsson

Hvað nú með að gera yfirmönnunum hjá "Drattast hálfa leið" tölvupóst og taka sénsinn á að þeir kunni að oppna svoleiðis nauðsynjatæki, með link á þessa síðu í von um að þeir lesi þetta sem skrifað er um þá hér.......ekki ættla ég að gera það, þar sem málið er mér óskylt.

Sverrir Einarsson, 16.8.2007 kl. 10:42

12 Smámynd: Gúrúinn

Þið áttið ykkur á því að þetta er sama fyrirtækið og opnar utankjörstaðaatkvæði trekk í trekk þrátt fyrir loforð um betri tíð og bættari blóm í haga, er það ekki?

Hvers vegna ætti venjulegur viðskiptavinur að fá betri þjónustu en íslenska ríkið? 

Gúrúinn, 16.8.2007 kl. 14:10

13 identicon

DHL = Djöfulli Helvíti Lengi. Engin spurning að UPS er málið.

Dagga (IP-tala skráð) 16.8.2007 kl. 14:13

14 Smámynd: Ómar Örn Hauksson

Ég reyni að forðast að nota svona fyrirtæki eins og ég get. Fyrir utan að borga hærra verð fyrir sendinguna og tollinn þá held ég að þeir leggi annað "þjónustugjald" á sendinguna hérna heima. Ég man eftir því að ég fékk sent hljóðfæri frá Ástralíu, gjöf en ekki vara sem ég keypti. FedEx ætlaði að rukka mig um 7500 kall fyrir dótið, þrátt fyrir að verðið á miðanum var 75 Ástralskir dollarar. Ég sagði stúlkunni að hún mætti bara eiga þetta en fékk þetta svo til mín án þess að borga krónu eftir að félagi, sem fékk einnig svona gjöf, hringdi í þau og kvartaði.

Ég nota sjálfur bara "expedited shipping" hjá amazon kostar nokkra dollara meira og er mun fljótara. 

Ómar Örn Hauksson, 16.8.2007 kl. 22:24

15 Smámynd: Björn Heiðdal

Starfsfólk sem vinnur á gólfinu hjá stærri fyrirtækjum hefur oft ekki leyfi til að gera eitt né neitt fyrir viðskiptavin ef hann er óánægður.  Ég hef oft notað TNT og bara fengið fyrsta flokks þjónustu þar á bæ. 

Um daginn keypti ég tvenn ECCO skópör fyrir litlar 35.000kr í ECCO búðinni í Kringlunni.  Starfstúlkan var mjög elskuleg og útskýrði í smáatriðum tæknina á bakvið framleiðslu skónna.  Ég borgaði og fékk nótu, fór í annað parið og henti gömlu skónum í ruslið.  Þegar ég var kominn út úr búðinni fann ég að skórnir meiddu mig.  Ég fór til baka og bað um að skipta skónum.  Elskulega stúlkan brosti sínu blíðasti og sagði að hún mætti ekki taka við notuðum skóm!

Eftir smá rökræður þar sem hennar helstu rök voru að hún gæti ekki selt notaða skó sem nýja og ég sem viðskiptavinur vildi ekki kaupa notaða skó af henni.  Sagði hún mér að "tala við mennina á skrifstofunni."  Það fauk verulega í mig og ég hækkaði róminn og sagði að þetta væri algjörlega óviðunnandi framkoma og sló í borðið.  Hún væri greinilega ánægð að taka við peningum frá mér en síðan mætti ég bara eiga mig.  Hún mótmælti þessu og sagði  að mér væri "velkomið að versla aftur hjá sér."

Þegar ég gerði mig ekki líklegan til að fara út úr búðinni hringdi hún á öryggisvörð sem kom skömmu seinna og spurði hvert vandamálið væri.  Greinilega vanur að höndla óánægða kúnna því hann sýndi mér meiri skilning en elskulega stelpan.  Eftir smá fyrirlestur frá mér um lélega þjónustu bauð stúlkan mér "góða helgi"!!!!!! 

Björn Heiðdal, 18.8.2007 kl. 13:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband