Gúrkunni útvistað

Stebbi skrifar hvernig mbl.is virðist hafa lokað á Bol. Ég skrifaði í morgun um skrýtna hætti hans. Hann misnotaði kerfið á hæsta skala með því að skrifa eina - tvær línur um hverja frétt án þess að segja nokkuð.

Þetta er auðvitað eitthvað sem mogginn er í hættu með, margir hafa bent á að menn þurfi að vinna sér inn réttindi til að skrifa um fréttir eða að þeir muni einfaldlega fjarlægja þennan möguleika.

En sem komið er hafa þeir í mestu afgreitt þetta í hverju tilviki fyrir sig. Það getur vel verið að það sé nú bara nóg ef flestir hegða sér almennileg.

Sumir hafa jú trú á einstaklingnum :)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: TómasHa

Þetta er reyndar mjög góð hugmynd Anna, ég væri alveg til í að fá þetta.

Tommi: Auðvitað er eitthvað að þessu.  Bloggið á að vera eitthvað meira en bara jamm og jæja.  Menn eru að leita að skoðunum eða umræðu, annars væru menn varla að þessu.  Auðvitað skrifa menn sig út úr þessu með fíflagangi eins og hann var að gera, en samt finnst mér alveg eðlilegt að menn séu strikaðir út ef þeir eru að fíflast.  Það dregur úr gildi þeirra sem eru að blogga um fréttir af alvöru.

TómasHa, 14.8.2007 kl. 18:38

2 Smámynd: Gísli Ásgeirsson

Það er óhætt að anda með nefinu. Blog.is er bara bloggsvæði eins og blogcentral.is, blogspot og öll hin. Misvitur fréttablogg hafa lítil áhrif, nema fólki sé annt um orðstír bloggsamfélagsins og lifi sig of mikið inn í sveiflur þess.

Gísli Ásgeirsson, 15.8.2007 kl. 13:35

3 Smámynd: TómasHa

Það er munur þar sem menn geta tengt þetta inn á fréttirnar.    Ég skil vel að faðir bloggkeppninnar skuli biðja menn að anda með munninum.  Var bolur að taka þátt?

TómasHa, 15.8.2007 kl. 17:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband