13.8.2007 | 09:55
Er ómenningin ekki fín?
Er það ekki þessi ómenning sem fjölmargir erlendir gestir koma hingað og skoða? Hefur þessi ómenning verið einhver undanfarin ár miðað við það sem hún var hérna fyrir 10 árum þegar allir staðir lokuðu klukkan 3 og bærinn fyltist af reiðum ungum mönnum? Hvar er svo göngulöggan? Nú eiga sjálfvirkar eftirlitsmyndavélar að koma í staðin. Er ekki málið að löggan verði aðeins sýnilegri?
Vill að ómenningin í miðborginni verði upprætt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég hef víða ferðast, en ég hef aldrei séð neina borg þar sem löggæsla er jafn lítið sýnileg og í Reykjavík. Ég bjó í Þingholtunum í 8 ár og var á ferli í miðbænum á öllum tímum sólarhringsins. Á þeim tíma sá ég lögregluþjóna kannski fimm sinnum. Í mesta lagi.
Þegar lögreglan er svo sjaldan á ferli fer fólk að líta á lögregluþjóna sem eitthvað framandi og fjandsamlegt. Andstæða þess er t.d. í Lundúnum, þar sem maður er yfirleitt alltaf með a.m.k. einn lögregluþjón í augsýn. Þar eru þeir kunnuglegir og hluti af landslaginu og því lítur fólk á þá jákvæðum augum og er fúsara að hlýða tilmælum þeirra í vinsemd en hér heima.
Elías Halldór Ágústsson, 13.8.2007 kl. 11:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.