Ekkert samhengi

Ég get ekki séð að það sé nokkurt einasta samhengi á milli þessara mála.  Ég vona að Þorlákshafnarbúar haldi áfram að berjast fyrir sinni höfn, en auðvitað þarf að breyta hlutum í samgöngu málum Eyjamanna.    Þetta er amk. frekar skrýtin útgangspunktur, að annar möguleikinn muni útiloka hinn.

Af því sem ég hef skoðað er ekki spurning að ferja til Bakka er besti kosturinn, þetta er mjög hröð leið, hægt að hafa tíðar ferðir og varðandi ferðamennsku sé ég ekki að ferja eigi að gera úrslitakostinn hvort fólk fari til Eyja eða ekki.

Magnús Kristinsson virðist hafa fundið ágæta leið fyrir sjálfan sig, það er spurning hvort aðrir Eyjamenn fái að njóta kostsins.  Það er verst að hann man ekki hvað farartækið kostaði, svo hann veit varla hvað hann á að rukka.


mbl.is Vilja stórskipahöfn í Þorlákshöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Sæll heiti pottur.

Sammála þessu með Bakkafjöruhöfnina. Hún verður mikil samgöngubót og þá fyrst nenni ég að skoða þetta með að fara til eyja. 4klst veltirí í Herjólfi er ekki freistandi nema á góðviðrisdögum, það eru ekki allir sjóaðir.

Ólafur Þórðarson, 11.8.2007 kl. 16:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband