Barist gegn erlendum bönkum

Ég heyrði nokkuð merkilega samsæriskenningu á útvarpi Sögu í morgun, sú var að viðskiptaráðuneytið kæmi í veg fyrir að erlendir bankar væru að koma til landsins.

Maður hefur gaman af svona samsæriskenningum. Það er nokkuð merkilegt að fólk virkilega haldi þessu fram af fullri alvöru og trúi því að viðskiptaráðuneytið sé sérstaklega að koma í veg fyrir það. Þetta er svona saga til að útskýra af hverju erlendir bankar eru ekki æstir í að koma til landsins og fá að okra aðeins minna á landanum en þeir bankar sem nú þegar eru hér.

Fyrir utan þá okur vexti sem eru hér á landi, þá fékk ég aldeilis að greiða mín gjöld þegar ég bjó í Svíþjóð. Auk þess þurfti ég að greiða reikningana mína 2 - 3 dögum áður en þeir voru á gjalddaga, bankarnir stálu vöxtunum í þessa 2-3 daga. Þetta er eitthvað sem var skiljanlegt fyrir tölvutæknina, en heitir þjófnaður í dag. Allir bankarnir þar stunda þetta.

Tækifæri fyrir íslensku bankana?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Nexa

Það er þokkalega verið að vinna upp bloggleysið í ferðalaginu!

Settu þig í startholurnar, ég á eftir að krefjast heimsóknar fyrir mánaðarmót. 

Nexa, 9.8.2007 kl. 13:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband