31.7.2007 | 00:20
Myndbandstreymi
Nú þegar ég er komin með snilldartækið frá Símanum, kemur í ljós vandamál. Boxið er fullkomlega digitalt og því er ekki hægt að setja merkið inn á hefbundnakerfi heimilisins. Lausnin sem síminn virðist bjóða upp á er að leiga annan afruglara í þeim herbergjum sem maður vill fá merkið. Fyrir utan það virðist eiginlega eina góða lausnin vera að senda merkið með vidosendi inn í hitt herbergið.
Nú er ég með tölvu við sjónvarpið og fór að velta fyrir mér hvort ekki væri til einhver góður hugbúnaður til að senda merkið inn local-netið. Svo virðist í raunninni ekki vera. Hins vegar fann ég box sem ég er í raun nokkuð hissa á að síminn skuli ekki löngu vera búinn að taka í sína notkum. Þetta er Slingbox. Ég tók eftir því að nokkur fyrirtæki í sambærilegum sporum og síminn eru þegar farin að bjóða upp á þetta. Þetta er sem sagt miklu meiri græjan en að varpa bara merkinu innan hús, eins og dugir fyrir mig amk. heldur geturðu fengið sjónvarpið þitt sent í símann þinn ásamt því að geta stjórnað á hvaða rásir er still, horft á DVD, eða þess vegna Xbox vélina þína. Það myndi augljóslega kosta fót að nota þetta hérna heima.
Þetta er auðvitað algjört overkill miðað við það ssem ég var að leita að. Ef ég sé ekki neina snilld geri ég ráð fyrir að ég muni einfaldlega hafa símadótið frammi og sætta mig við að hafa ekki sjónvarpsmerkið um alla íbúð. Þetta er nú kannski meiri nördaskapur í manni en alvöru þörf fyrir sjónvarpsmerki um alla íbúð.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.