Bitter Sweet

Ég horfði eins og flestir ungmenni á mínum aldri á prúðuleikaranana.  Ég velti samt fyrir mér hvort það sé góð hugmynd að horfa á þá aftur, ég er ansi hræddur um að álitið myndi minnka. Amk. tók ég ekki undir með þáttagerðarkonu Rásar 1 sem lagði það til að þeir yrðu endursýndir fyrir núverandi ungmenni.

Ég er nokkuð viss um að það væri ekki hægt að koma með svona fyrirbrigði í dag eins og prúðuleikararnir voru. Brúðu eins og Kermit sem allir þekkja og vita hver er. Eða hvað?
mbl.is Prúðuleikararnir á safn í Atlanta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lúðvík Gunnarsson

Nei veistu, ég er búinn að horfa á þrjá þætti núna í morgun og hafði MJÖG gaman af. Vissulega eru stjörnur gamla tímans gestir þáttanna en fyrir okkur sem þekkjum þær þá er það í fínu lagi.

Lúðvík Gunnarsson, 27.7.2007 kl. 13:56

2 Smámynd: Vinir Ketils bónda, áhugamannafélag

Mikið af þessu er afar sérstakur húmor sem oft virkar bara í dag.. eitthvað sem myndi verða kallað steik eða súrt... undarleg orð notuð þó yfir þetta...Það hefur komið fyrir á góðu kenderíi að menn taki upp gömlu góðu prúðuleikaraplötuna og hlusti á...og menn veltast um af hlátri

Vinir Ketils bónda, áhugamannafélag, 27.7.2007 kl. 14:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband