24.7.2007 | 08:49
Á að handstýra fjöldanum
Leggur Páll til að fjöldi apóteka verði handsstýrt? Ég hefði haldið að það vantaði einmitt fleiri apótek, það vatnar einhvern sem er að spila á þetta háa lyfjaverð og lækka það. Þessi apótek eins og lyfja byrjuðu sem lágvöru apótek en hafa þá greinilega farið af leið ef álagning er svona há.
Svo er önnur ástæða fyrir að það vantar nýtt apótek, fann virkilega enginn markaðsþörf hjá sér að vera með apótek sem er opið allan sólarhringinn? Það er merkilegt að ekkert apótek skuli sjá hagnað í því. Fólk sem þarf á lyfjum á nóttinni myndi varla hika við að borga nætur álag.
Apótekin of mörg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Einu sinni var það þannig að apótek skiptust á að hafa opið á nóttunni, viku í senn.
Það heyrði til undantekninga að venjulegt fólk kæmi að leysa út lyf eftir miðnætti. Yfir 90% voru blessaðir rónarnir að fríska sig á spritti og dópistar að kaupa sprautur og nálar (eða reyna að sníkja sprautur og nálar - sem mér finnst að ættu að vera ókeypis á sérstökum stöðum sem ólánsfólkið getur leitað til, en það er annað mál)
Í raun var hættulegt að vera á vakt á næturnar, sérstaklega um helgar og salan ekki til að ná upp í laun starfsmannsins (lyfjafræðingsins). Skv. lögum áttu m.a.s. að vera tveir starfsmenn (skiljanlega) og því var ekki nokkur leið fyrir apótek að koma út í plús eftir nóttina.
Ég viðurkenni það alveg að ég bölvaði þessu apóteksleysi á nóttunni þegar kallinn minn vaknaði um miðja nótt með heiftarlega augnsýkingu og ekki verkjatöflu að finna á heimili lyfjafræðingsins - en ég tæki sjálf ekki í mál að vinna í apóteki á nóttunni. Mér fannst alveg nógu óhugnanlegt að loka Smáratorginu á laugardagskvöldi þegar ég var að vinna þar.
Nexa, 24.7.2007 kl. 15:39
Ég veit að þeir skiptu þessu á milli sín, en þetta var samt mjög gott. Ég hef aldrei lent í (7-9-13) að þurfa lyf, en veit hins vegar um fólk sem hefur verið öskrandi fyrir apótek á morgnana þegar þau opna.
TómasHa, 24.7.2007 kl. 18:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.