Nördalaus makkabúð

Ég er að leita mér að tölvubúð Apple í dag.  Fannst nokkuð merkilegt að búði var algjörlega nördalaus.  Svo nördalaus var hún að ég gat ekki einu sinni fundið þær upplýsingar sem ég leitaði að.

Ég hélt að þegar ég færi í búðina biði mín brunnur þekkingar og nörda eins og flestir þeir sem ég þekki og nota Apple.

Hvað er málið hjá þeim?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Að mínu mati vinnur Apple á íslandi (sem má ekki rugla saman við "alvöru" Apple) á svipaðan hátt og Remax. Selja, Selja, Selja. Svo ef það koma upp vandamál, þá leikur fyrirtækið bara strút og stingur hausnum í sandinn.

Reyndar virðist Apple almennt vera að fjarlægjast uppruna sinn, og farið að hegða sér ískyggilega mikið í stíl við erkifjandann; Microsoft. Apple er ekki fyrir Photoshop og Quark Express nördana lengur. Núna er öll áhersla lögð á að láta fólk vita að það geti spilað World of Warcraft á MacBook Pro vélinni sinni á meðan það drekkur lífrænt ræktað kaffi og krúttar hvert annað í kaf.

Einu sinni var mér illa við Apple fólk af því að það var alltaf að núa því um nasirnar á manni hvað vélarnar væru miklar yfirburðavélar. Ég tók þá staðreynd loksins sem góða og gilda. Svo breytti Apple um örgjörva og þá varð alvöru Apple fólk fúlt, og við fengum nýja gerð af Apple unnendum: fólk sem segir "heyrðu" í byrjun setningar og elskar óumhverfisvænu plast skelina og dreymir blauta drauma um að fá loksins iPhone í hendurnar (þó svo hann komi til með að kosta það í kringum 200 þúsund í heildina með áskrift).

Á vefsíðum á borð við www.appleinsider.com er oft hægt að lesa áhugaverðar fréttir af Apple.

 Annars mæli ég eindregið með að þú farir til BNA eða UK að kaupa Apple búnað. Það getur munað meira en 80 þúsund krónum á verðinu. Skandinavía er vonlaus með þetta, Humac á allar búðirnar. Það væri einna helst að versla í Fona.

Þ.B. (IP-tala skráð) 24.7.2007 kl. 09:02

2 identicon

Tandri var í fríi

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 24.7.2007 kl. 23:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband