Loksins opnað til Danmerkur

Þá er loksins orðið fært um hérna í Svíþjóð, starfsmenn bæja og vegagerðar búnir að ná að dæla vatninu af vegunum hérna í Suður-Svíþjóð.

Skrapp til Kaupmannahafnar seint í gærkvöldi og þar var greinilega hin mesta ró yfir, allir sem flúðu Hróarskeldu kvöldið áður og fyrr um daginn greinilega farnir til baka. Enda óvenjurólegt miðað við föstudagskvöld í bænum.

Vegirnir voru opnir alla leið og þar sem hafði verið 1-3 metra djúpt vatn fyrr um daginn voru bara orðnir pollar.

Ég ætti því að geta notað daginn og farið að versla mér buxur, enn er ekkert sólarveður.  Þannig að dagurinn mun vera fínn í að fara í búðir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband