Snilld

Þetta er ótrúlega fyndið, að ætla að vippa boltanum yfir en lenda í markinu.  Þvílík óheppni.  

Það er algjör snilld og hlýtur að verða kandídat í mark ársins.  Maður þarf að fylgjast með þessu.

Annars hef ég stundum hlustað á fótboltaþáttinn á útvarpi sögu, það er besti þáttur sem ég hlusta á.  Það er ekki allt fullt af þessum æsingi sem svo oft er í þessum fótbolta þáttum, en mikið af áhugaverðu og fróðlegu efni.  Það er eitthvað sem ég hef mun meiri áhuga á heldur en fótboltanum sjálfum.



mbl.is Bjarni þurfti lögreglufylgd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Þetta var snilldarlega nákvæmt og markmaðurinn var heldur illa staðsettur og því fór sem fór. En ég veit ekkert um hvort þetta var beinlínis "viljandi" eða ekki. Knattspyrnumenn eru sífellt að taka ákvarðanir á sekúndubroti um hitt og þetta í leik og sjá vafalaust oft strax eftir afleiðingum þeirra enda menn en ekki vélar.

Gott mark, tilgangslaust að velta sér upp úr málinu frekar. 

Baldur Fjölnisson, 5.7.2007 kl. 18:30

2 Smámynd: TómasHa

Ég horfði á þetta í fréttunum áðan og var svo sem engu nær.  Hins vegar fannst mér framkoma hins liðins fyrir neðan allar hellur, ellta manninn inn í klefa og ráðast að honum svona.  

TómasHa, 5.7.2007 kl. 21:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband