Viðurkenning

Í gær skrifaði ég um hvernig hitabylgjan hefur farið með vinnuna mína, en þessi mikla vinna hefur gert það að verkum að ég hef ekki getað sinnt öllum kúnnum jafn vel og ég hefði viljað.  Sérstaklega hefur þetta komið niður á kúnnum með mikið af spurning um mjög ódýra hluti.  Einu sinni sagðist ég reka versta þjónustuver landsins og ætli það sama eigi ekki við um sölumennskuna.  Ég skal þó viðurkenna að ég reyni að sýna mínar bestu hliðar, en það gengur oft mjög hægt þegar svona mikið er að gera.

Ég fékk mjög skemmtilegt símtal um daginn, þá hringdi einn og vildi upplýsingar, eftir að ég var búinn að gefa honum helstu upplýsingar, hélt hann áfram að spyrja.  Þá fannst mínum komið nóg og því bauð ég honum bara að koma og skoða og prufa.  Þá kom hin gullna setning algjörlega upp úr þurru, svona þegar flestir hefðu annað hvort fundist þjónustan léleg og skellt á eða þakkað gott boð og komið og skoðað og fengið að vita meira:

Hann: Þetta er XXXX (fornafn)
Ég:  Ha?
Hann: Þetta er XXXX XXXX (svo fylgdi eftir fyrir hvað hann er frægur)
Ég: Já ok, ég bara þekkti þig ekki.

Mér fannst þetta alveg stórkostlegt samtal, hvenær skildi ég vera svona frægur að geta bara kynnt mig sem ég og ætlast til þess að fá bætta þjónustu út á það?

Þess má geta að ég keyrði tækið til viðkomandi, með mikilli gleði.  Það er ekki oft sem maður fær svona skemmtileg símtöl. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband