3.7.2007 | 18:40
Hitabylgjan
Þetta er búinn að vera merkilegur dagur í dag, mikið að gera í hitabylgjunni sem nú virðist vera að drepa hin venjulega skrifstofumann. Hver hefði trúað því fyrir nokkrum árum að menn þurfa nú að bíða margar vikur til þess að að kaupa Loftkælikerfi. Það er samt staðan í dag en nú komust við engan vegin yfir þau verkefni sem við höfum.
Mér sjálfum hefði ekki veitt af góðu loftkælikerfi til að halda mér í standi þennan daginn, en ég hef sjaldan svitnað jafn mikið og í dag, þegar ég keyrði á milli og tók út kerfi og bauð í uppsetnignar.
Fyrir vikið hef ég ekki haft tíma til að blogga jafn mikið og ég er vanur, en ætla að halda heim á leið og hvíla mig. Ég er í hópi margra sem vonast til þess að þetta veður muni halda svona áfram á næstunni, þó augljóslega af öðrum ástæðum.
Þess má að gamni geta að fyrir nokkrum árum þegar ég byrjaði í þessu voru margir sem hlóu og sögðu að þetta væri eins og að selja ísskápa til eksimóa. Ég hlyti að hafa rosalega trú á sjálfum mér sem sölumanni. Ég veit ekki hvort það er sölumennska mín eða hvað, en þeir sem hlóu sem mest á sínum tíma eru amk. hættir að hlæja núna, enda sumir komnir með loftkælikerfi frá mér.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sniðugur bísness.
Fín verð á þessu hjá þér Tómas.
Kem bráðlega og kaupi eitthvað loftapparat. :)
Baldur Fjölnisson, 3.7.2007 kl. 19:28
:) Ef þú kemur passaðu að kynna þig sem bloggvin :)
TómasHa, 3.7.2007 kl. 21:03
Þú gerir þitt til að stuðla að hnatthlýnun.
Guðjón Helmut Kerchner, 3.7.2007 kl. 21:59
Ég segi það nú kannski ekki, við erum í dag með efni sem eru hnattvænni en þau gömlu. Menn gera líka allt til þess að halda þessum efnum inn á kerfunum og magninu er haldið í lágmarki (eins og 2-3 ísskápum). Eins og með svo margt eru mjög breytt viðhorf í þessum efnum.
Erlendis þar sem menn nota aðra orkumiðla til að kæla sig snýr dæmið öðruvísi við.
TómasHa, 3.7.2007 kl. 22:04
Þú átt augljóslega hagsmuna að gæta varðandi hnatthlýnun. Þú selur tæki sem stuðla að hitnun jarðar, og forsenda þess að þú getir selt þau er að fólki sé heitt.
Án hnatthlýnunar værir þú óþarfur.
Guðjón Helmut Kerchner, 3.7.2007 kl. 22:32
Bísnessmenn leita tækifæra. Þeir skapa veltu og veita atvinnu. Þeir eru mjög mikilvægir. Oft klikka þeirra plott og þeir fara á hausinn en þá er bara að reyna aftur. Dugnaður og framtak er þjóðhagslega hagkvæmt.
Fyrir nokkrum misserum var ég að spá í að kaupa lofthreinsitæki af fyrirtæki á Skúlagötunni en það kostaði tugi þúsunda og því sneri ég frá.
Tómas flytur inn verðhjöðnun. Hann vinnur gegn verðbólgu af skuldaframleiðslu. Gangi honum vel.
Baldur Fjölnisson, 3.7.2007 kl. 23:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.