Meðmælabréf frá Forsætisráðherra

Pottinum var að berast bréf frá Forsætisráðherra:

Tómas, þú ert frábær.  Kveðja Geiri (the big boss). 

Ætli Big boss nafnið sé ekki komið til að komast hjá ruglingi frá Geir Ólafssyni, en mér skilst að hann sé að reyna að pretta Nancy Sinatra til landsins með fölsuðu bréfi frá Geir H. Haarde. Það skrýtna í málinu er það virðist ekkert vera ólölegt við það! Ég má sem sagt fara að búa til vitleysileg bréf eins og textinn hérna fyrir ofan og dreifa í nafni Geirs H. Haarde, svo lengi sem ég græði ekki persónulega á því.

Ef Nancy ákveður að koma hingað til landsins og Geir Ólafs græðir á þessu, hefur hann þá gerst brotlegur við lög? Ef hún kemur og hann tapar, sleppur hann þá?

Ég botna bara ekkert í þessu og þætti gaman að vita hvar mörkin liggja. Má ég senda bréf í nafni hvers sem er, til hvers sem er án þess að brjóta nein lög, bara ef ég græði ekkert á því. Er þá alls ekki hægt að stoppa svoleiðis vitleysu?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Furðuleg vitleysa.

Falsanir eru "löglegar" meðan ekki er beinlínis reynt að  græða peningalega á þeim?

Hversu auðvelt er að fara í kringum slíkt? :) 

Baldur Fjölnisson, 2.7.2007 kl. 19:23

2 Smámynd: TómasHa

Já, manni finnst þetta alveg ótrúlegt.

TómasHa, 2.7.2007 kl. 20:30

3 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Þetta sýnir greinilega ákveðna hugmyndafræðilega kreppu. Græðgi er góð sem kunnugt er og hún er að fara með allt til fjandans (við horfum upp á katastrófu í lífríkinu og hrun tegunda sem mun á endanum leiða til hruns mannsins sjálfs, og nei þetta er miklu alvarlegra en koldíoxíð) og þess vegna sjáum við hefðbundnar siðferðilegar reglur "stillar af" til að reyna að viðhalda þessu gjaldþrota kerfi.

Hugsanir? 

Baldur Fjölnisson, 2.7.2007 kl. 21:53

4 Smámynd: Jens Guð

  Geir Ólafs er snillingur.  Veit bara ekki alveg hvernig.  Ekki er það sem tónlistarmaður.  Svo mikið er víst.  Starfsmaður á Séð og heyrt sagði mér að Geir megi varla reka við öðru vísi en herja út forsíðufrétt hjá blaðinu.  Nokkuð víst er að hann herjar á sama hátt á fleiri fjölmiðla.  Fyrrverandi kona hans er blaðamaður á DV...  Sumir gera allt fyrir frægðina nema koma nakinn fram. 

Jens Guð, 3.7.2007 kl. 00:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband