Fráleit svör hjá JÁ

Forsvarsmaður Já sem var í viðtali á stöð 2, hefði nánast alveg eins getað rétt fréttamanninum fingurinn.  Það er sjaldan sem maður hefur heyrt jafn fáránleg svör eins og svör forsvarsmann JÁ. 

Svörin voru annars vegar að vefurinn hefur hækkað í verði vegna þess að þau hafa bætt vefinn, já.is. Þeir hafa svo sannarlega bætt þjónustu vefsins (um það efast enginn), en að ætla að velta þeim kostnaði yfir á auglýsendur án þess að spyrja menn er út í hött.  Þetta eru tvær vörur, annars vegar auglýsingar á vefnum, tengingar við leitarorð og svo framvegis og svo hins vegar birtingar í símaskránni.    

Þegar hún var spurð af hverju viðskiptavinir voru ekki látnir vita, var svarið að verðið hafi verið sett á netið og að svo velti hún fyrir sér hversu mörg fyrirtæki auglýsi hækkun!     

Fyrirtækið ákvað sem sagt að breyta þjónustunni án þess að láta viðskiptavininn vita og stórhækka svo aftur án þess að láta viðskiptavininn vita og eru svo alveg hissa á að einhverjir skuli vera óánægðir með þetta! 

Þessi kona er með engu móti fær að sinna þessu starfi! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Mín fyrsta hugsun var þvílíkur hroki! Við höfum öll kynnst þessu frá opinberum stofnunum en þetta á að heita þjónustufyrirtæki. Með þetta viðmót sagði hún allt um fyrirtækið og einokunarvitund þess sem segja þarf.

Ævar Rafn Kjartansson, 1.7.2007 kl. 20:10

2 identicon

Sæll, Tómas og aðrir skrifarar !

Tek undir, með Ævari Rafni þarna. Gjörsamlega fráleit röksemdafærzla, hverri þessi skjólstæðingur Bakkavarar bræðra gróðaglýjunnar beitir. Skítt með þjónustustigið, hvað ört fer lækkandi, og með ópersónulegra móti. Gróðinn peningalegi skal, í öndvegi sitja.

Tómas! Er ekki tími til kominn, að þið Sjálfstæðismenn farið að átta ykkur á; hvörsu hraksmánarleg hugmyndafræðin er, af eykt uppskafningsins Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar; og þið hafið fylgt, út í ystu æsar, fákeppnin og gróðabrallið skal vera þjóðarhagsmunum ofar, og sjálfsagður ríkisrekstur fyrirtækja og stofnana, í almannaþágu; skuli færð ''gersemum'' viðlíka Bakkavarar bræðrum, á silfurfati ? Jah,..... svei attann, Tómas minn.

Arfleifð Davíðs Oddssonar, á eftir að verða Íslendingum dýrkeypt, áður yfir lýkur. 

Með beztu kvejum / Óskar Helgi Helgason 

 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 1.7.2007 kl. 20:25

3 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Svona er nú blessaður kapítalisminn, hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Hann stefnir alltaf að samþjöppun og einokun til að auðvelda verðlagningu sína. Það er augljóst. Menn eru í þessu til að græða og græða helst sem allra mest. Þannig er það bara. Samkeppni er synd, sagði John D. Rockefeller, einn frægasti kapítalisti allra tíma. Þakkiði bara fyrir að þurfa ekki að borga hundrað kall fyrir lítirinn af drykkjarvatni úr krananum ykkar.

Hér á landi er frjáls álagning og mönnum fullkomlega heilmilt að selja við því verði sem þeim sýnist og gera það að sjálfsögðu á meðan kaupendur finnast. Þeir sem eru í einokunaraðstöðu eru síðan í hinni fullkomnu aðstöðu hvað þetta varðar.  

Baldur Fjölnisson, 1.7.2007 kl. 21:51

4 Smámynd: TómasHa

Það er reyndar fráleitt að segja að það verð sem var borgað fyrir símann hafi verið eitthvað að veita þeim þetta á silfurfati.  Arfleifð Davíðs mun einmitt vera hlutir eins og hvernig hann greiddi niður skuldir ríkissins og kom okkur yfir í nútímann.

Að tengja þessa ömurlegu þjónustu við kapítalisma er alveg fráleitt.  Svona óheiðarleika spila menn bara einu sinni, það er ekki einokun á auglýsingarmarkaði og menn eru að kaupa þessar auglýsingar í símaskránni. Menn fara með peningana annað.

TómasHa, 1.7.2007 kl. 22:10

5 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Ef þetta er ekki kapítalísk starfsemi, hvað er það þá að þínu áliti?

Ég sé í sjálfu sér ekkert óheiðarlegt við þetta. Þessir aðilar hafa einokun á þessarri starfsemi -draumaaðstaða kapítalistans- og þeir vilja auðvitað græða sem allra mest á henni. Þetta er ekki góðgerðastarfsemi. Eins og ég sagði þá er frjáls álagning og verðlagning hér á landi og viðskiptamenn vinna að sjálfsögðu samkvæmt því.  

Baldur Fjölnisson, 1.7.2007 kl. 22:34

6 Smámynd: TómasHa

Ég sagði aldrei að símaskráin væri ekki kapitalísk starfsemi, heldur að þessi lélega þjónusta hefði ekkert með kapítalisma að gera. Þetta er bara léleg þjónusta, punktur.

Auðvitað er þetta ekki ólöglegt. Hins vegar velti ég fyrir mér hvort þú værir áfram áskrifandi af stöð 2 ef þeir hækkuðu um 100% á milli mánaða án þess að láta þig vita? Svo væri bara sagt að þetta væri breytt þjónusta. Þú myndir væntanlega endurmeta stöðuna. 

TómasHa, 1.7.2007 kl. 23:01

7 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Er ekki verðskráin aðgengileg á vefsíðunni hjá þeim?

Annars er ég í skránni hjá þeim og það kostar mig ekki krónu.

Náttúrlega ef ég vildi kaupa sérstaka auglýsingu hjá þeim sem kostaði sérstaka skráningu yrði ég að borga fyrir það. Verðið er alltaf álitamál.  Kannski var 32 þús. óeðlilega lágt, menn borga jú fáránlega himinháar auglýsingar í blöðum og sjónvarpi.

Baldur Fjölnisson, 1.7.2007 kl. 23:07

8 Smámynd: TómasHa

Þú ert áskrifandi af DV, og mánuð nokkurn færð þú reikning sem er 100% hærri en seinasta mánuð.

Þú gerir:
1. Bölvar Davíð Oddssyni, vegna þess að kapítalistar eiga DV.
2. Bölvar sjálfum þér fyrir hálfvitaskapinn að skoða ekki verðlista DV á heimasíðunni
3. Endurskoðar áskriftina.

Ég ætla að endurskoða áskriftina mína.  Þetta eru skráningar í gulusíðurnar, og aukanúmer.  Einstaklingar eru vanalega að greiða þetta heldur fyrirtæki.  Þetta eru vandalega sömu skráningar ár eftir ár.

TómasHa, 1.7.2007 kl. 23:27

9 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Ég sé nú ekki að blaðafulltrúi seðlabankans komi þessu sérstaklega við. hvað þá DV - sem er í samkeppnisrekstri og getur því ekki hagað sér að vild í sambandi við sína verðlagningu. Öðru máli gildir með einokunarstarfsemi, eins og ég hef sagt. Þetta snýst alltaf um aðstöðu á markaði. Þetta tiltekna mál virðist síðan hafa með verðlagningu á eins konar auglýsingum að gera (skráningu umfram það sem er ókeypis) og verðlagning á slíku hlýtur að vera álitamál. 

Baldur Fjölnisson, 2.7.2007 kl. 00:17

10 identicon

Hjartanlega sammála Ævari Rafni ! Hvílíkur HROKI !!! Tetta er ekki einu sinni fyndið !

hjalti júl (IP-tala skráð) 2.7.2007 kl. 00:19

11 Smámynd: TómasHa

Ágæti Blaldur,

Annað hvort fattaðru ekki samlíkingu eða ert kominn á fullt í útúrsnúning.

Símaskráin er á fullu í samkeppni, ekki um að fá að birta símanúmerinn okkar, heldur um auglýsingafé fyrirtækja sem birta auglýsingar í skránni.  Annars vegar með beinum auglýsingum hins vegar með því að skrá númer sín á fleiri en einn stað t.d. í gulusíðunum. 

TómasHa, 2.7.2007 kl. 09:15

12 Smámynd: Ibba Sig.

Síminn getur hagað sér svona af því að hér er um að ræða einokun. Stundum veltir maður því fyrir sér hvort ekki sé betra að ríkið sinni svona starfsemi frekar en að veita einkaaðilum einokunarstöðu. Lögmál kapítalismans virka ekki nema þegar virk samkeppni er til staðar. Og það er svo sannarlega ekki raunin þegar kemur að utanumhaldi og útgáfu símaskrár landsins. 

Ibba Sig., 2.7.2007 kl. 11:43

13 identicon

Það að fela ríkinu rekstur einhvers eikur hvorki samkeppnina né þjónustuna. Þvert á móti er nær undantekningarlaust allra minnsta þjónustan hjá þeim stofnunum sem ríkið rekur.

Helgi (IP-tala skráð) 2.7.2007 kl. 12:00

14 Smámynd: Jón Ragnarsson

Símaskráin var mjög góð meðan hún var ríkisrekin, ég gat meira að segja uppfært eigin skráningu sjálfur.  Síðan ákváðu e-r spekingar að fara 15 ár aftur í tímann...

Jón Ragnarsson, 2.7.2007 kl. 13:14

15 identicon

Það hafa komið ansi margar heimskulegar athugasemdir hér hjá þér Tommi minn. Til ykkar sem vilja kenna kapitalisma um þetta þá er hér smá hugvekja.

Hvenar hafa einkafyrirtæki legið á gluggum og hlustað gegnum bréfalúgur hjá einstaklingum til að athuga hvort þeir hafi sjónvarp? Hvenar hafa einkafyrirtæki neytt einstaklinga til viðskipta við sig?

Það er nokkuð ljósta að síminn hefur enga einokunarstöðu á þessum markaði ég get ekki betur séð en að hver sem er geti gefið út símaskrá. Það er nokkuð ljósta að vælukjóar sem hér liggja og kenna Davíð um öll sín mein geta líkt og aðrir ráðist í útgáfu símanúmera landsmanna. Ég biðla til þeirra mann að gera svo enda ljósta að þeir telja sig geta gert  það betur og ódýrara.

Ibba: "lögmál kapítalismans virka ekki nema þegar virk samkeppni er til staðar" þetta er heimskulegast setning sem ég hef heyrt manneskju láta út úr sér  á þessu ári. 

Samkeppin er fín enda á hún til að auka þjónustu, lækka verð og stuðla að framförum. Það er samt miklu mikilvægara að markaðurinn sé opinn og fleirri en einn aðili geti komið inn á hann. Í dag er enginn annar að gefa út símaskrá en öllum er frjálst að gefa slíka út. Nú er óánægja með símann svo af hverju gefur þú ekki út símaskrá og kemur á "virkri" samkeppni? 

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 2.7.2007 kl. 14:31

16 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Það er greinilegt að einhverjir hérna hafa ekki spilað Matador (Monopoly) nýlega. :)

Annars erum við í fákeppnis- og einokunar- og okurumhverfi eins og flestir gera sér líklega grein fyrir - en það er bara rökrétt þróun okkar efnahagskerfis.

Baldur Fjölnisson, 2.7.2007 kl. 15:17

17 identicon

Baldur: Nefndu eitt kommaríki þar sem lífsgæði eru betri en á Íslandi.

Geir Jónsson (IP-tala skráð) 2.7.2007 kl. 15:35

18 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Það fer sjálfsagt eftir því hvernig þú skilgreinir lífsgæði.

Annars hafa kommúnistar verið við völd hér síðan ég man eftir mér og hrúgað upp sífellt tryllingslegra forsjárhyggju- og eftirlitsbatteríi. Þar er hver atvinnuleysisgeymslan ofan á annarri og ef þeir leggja niður eina ríkisstofnun flýta þeir sér að stofna þrjár í staðinn. Skattpíningin sem heldur þessu uppi er geigvænleg enda hækka þessir jólar því meira skatta og gjöld sem þeir þykjast lækka það.  

Baldur Fjölnisson, 2.7.2007 kl. 15:39

19 identicon

Þetta var hálf dapurlegt viðtal. Mér eins og fleirum finnst nú eins og að stúlkan sé tæplega starfi sínu vaxin.

Helgi Eyjólfsson (IP-tala skráð) 2.7.2007 kl. 15:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband