30.6.2007 | 12:11
Mótor íþróttir
Mótoríþróttir eru ekki meira áhugamál hjá mér en aðrar íþróttir, í leti minni þennan morgunin var ég að horfa á mótorhjólakeppni. Ég heyrði skemmtileg upphróp í þessu. Ég horfði nokkuð vel á sjónvarpið þegar þetta gerðist og sá bara mann á mótorhjóli fara í hring. Gaurinn virtist bara vera að keyra og ekkert merkilegt að gerast.
Svo komu mikil læti hjá sjónvarpssmönnunum:
Fyrsti: Sástu þetta
Seinni: Þetta rosalegt
Fyrsti:Sástu hvernig hann hélt línunni
Seinni: Þetta var rosalegt
Fyrsti:Hann gjöfinni allan tímann.
Ég er nákvæmlega ekkert nær hvað gerðist!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Allt í góðu, það þurfa ekki allir að hafa gaman af akstursíþróttum, lýsing þín er eins og skrifuð frá mínu hjarta væri ég að horfa á knattspyrnu
Loftur (IP-tala skráð) 30.6.2007 kl. 16:33
Árni, um leið og ég þakka þér fyrir áhugaverða athugsemd, vona ég að það verði ekki kækur hjá þér að leiðrétta mig. Ég geri mér fullkomlega grein fyrir að ég skrifa ekki fullkomna íslensku hérna. Það verður aldrei og á ekki að verða. Um leið og þetta verður yfirlesið blogg, hefur það misst marks og er ekki lengur þau spontant skrif eins og ég vil hafa þau.
TómasHa, 30.6.2007 kl. 18:47
:) Brill
TómasHa, 30.6.2007 kl. 22:26
Sæll Árni,
Ég reyni reyndar að vanda mig um leið og ég skrifa, annars væri þetta mun verra. Hluti af skrifunum er að viðhalda íslensku skrifnunum mínum, ég hef alltaf verið í vandræðum með stafsetninguna. Ég var sendur í lesblindu próf fyrsta árið mitt í MR, en var ekki sagður lesblindur. Hins vegar hefur íslenska aldrei verið mín sterkasta hlið. Ég lagði mikið á mig í MR, til þess að reyna að bæta mig. Ég segi stundum að ég sé lesblindur á öðru.
Varðandi þessa tilteknu fyrirsögn, skrifaði ég þetta fyrst eins og þú skrifar það og birti. Svo breytti ég því til hins verra miðað við þetta.
TómasHa, 1.7.2007 kl. 10:21
"Vöra" er reyndar bara typó, en ekki stafsetningarvilla. Ég ætlaði sem sagt að breyta í vöru, úr vara. En eitthvað misfarist. Ég er nb. ekki svo slæmur.
TómasHa, 1.7.2007 kl. 10:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.