Ekki frekara mál gegn torrent.is

Ég var að sjá tilkynningu sem birtist á vefnum Torrent.is. Mikið fjölmiðla fár var fyrir nokkrum vikum þegar leikurinn Rape Lay fannst á vefnum þeirra. Nú hefur komið í ljós að ekki verður frekar aðhafst gegn torrent.is.

Ég taldi alltaf að hérna væri fyrst og fremst verið að ráðast gegn torrent.is.

Ég fagna því samt að þeir hafa ákveðið að dreifa ekki leiknum frekar.
2007-06-21 18:13:03 GMT --- eftir Kjarrval Eftir nánari rannsókn tilkynnti lögreglan að leikurinn RapeLay væri ólöglegur og sendi beiðni til Istorrents um að hindra frekari dreifingu á honum. Farið verður eftir þessari beiðni og hefur RapeLay og tölvuleikir af sömu tegund verið settir á bannlista yfir innsent efni.

Lögreglan gat ekki lagt fram sönnur fyrir því að Istorrent hefði brotið í bága við lögin í þessu máli og hefur því fellt það niður.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Gott mál. Vonandi passa torrent menn sig á að taka vel  ábendingum um efni sem hneykslar fólk. Það er miklu skynsamlegra að það samfélag setji sér einhverjar siðareglur heldur en að fá alla alþýðu upp á móti sér vegna ógeðslegs efnis.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 28.6.2007 kl. 18:37

2 Smámynd: TómasHa

Ég er mjög ánægður með að þeir hafi tekð þennan leik úr dreifingu.  

TómasHa, 28.6.2007 kl. 19:10

3 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Þetta er í sjálfu sér ekki verra en leikir þar sem menn fá stig fyrir að stappa gamlar konur til dauðs eða keyra gangandi vegfarendur niður en etv. komast leikir af því taginu einhvern tímann í umræðuna.

Baldur Fjölnisson, 28.6.2007 kl. 21:26

4 Smámynd: TómasHa

Er það þess vegna sem þeir selja leikin bara í Japan?

TómasHa, 28.6.2007 kl. 22:32

5 identicon

Ætli ástæðan fyrir því að leikurinn sér bara á Japans-markaði sé ekki einfaldlega sú að þessi gerð teiknimynda er lang vinsælust þar. Manga, japanska nafnin á þessu er t.d. notað um allan heim í þessu samhengi.

Mér finnst frekar "sick" að búa til eða spila leiki sem snúast út á það að nauðga fólki og gæti varla fengið mig til að spila slíka tölvuleiki. En aftur á móti hef ég spilað marga tölvuleiki á borð við Grand Theft Auto og Manhunt þar sem maður fær stig fyrir að murka lífið úr fólki, slíkir leikir eru gríðarlega vinsælir og seljast í milljónum eintaka um allan heim.

Er í lagi að drepa svo framarlega sem maður nauðgar ekki? Maður spyr sig. Eflaust spilar það einhvern þátt að fórnalömb nauðgara eru háværari hópur en fórnalömb morðingja.

Þess má kannski geta að Torrent.is dreifir ekki neinu það er engöngu tengipunktur þar sem notendur skiptast á efni, þess vegna bera þeir í raun enga sök í þessu máli og ekki hægt að refsa þeim fyrir neitt.

Halldór H (IP-tala skráð) 28.6.2007 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband