25.6.2007 | 09:13
Sparkað í liggjandi mann
Ég hef fengið nokkur viðbrögð út af færslunni minn, en ég hef bloggað nokkrum sinnum um þetta mál, en hef aldrei nafngreint nokkurn. Það hefur svo sem ekki farið fram hjá fólki sem hefur lesið bloggið hver er á ferðinni. Viðbrögðin hafa bæði verið jákvæð og neikvæð.
Varðandi forvitnisjöfnunina, var það ekki ætlunin að gera lítið úr viðkomandi einstakling, hvorki vegna greindar eða annars. Ég var ekki að reyna að slá mér til riddara. Ég hef hins vegar fylgst mjög vel með þessu og sá hvernig hann færðist í aukana við hverja heimsókn og taldi það vera staðfestingu á að það sem hann var að gera væri rétt. Það er augljóst að ástandið er sjúkt, og maðurinn þarf að fá hjálp og stuðnings vina og fjölskyldu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:26 | Facebook
Athugasemdir
Þetta hefur verið hið erfiðasta mál fyrir okkur bloggara og ég hef flækt mig í ýmiskonar siðferðslegar vangaveltur um aðgerðir. Ég er samt ánægð með forvitnisjöfnunina þína. Hún var orðuð á penan hátt og ekki með þeim sóðalega hætti sem sá sem um ræðir hefur tileinkað sér. Að sjálfsögðu ríkir hér tjáningarfrelsi og mönnum því frjálst að segja það sem þeim býr í brjósti en það þýðir þó ekki að við hin þurfum að sitja og þegja. Köstum ekki grjóti í hvort annað og sérstaklega ekki úr glerhúsi.
I rest my case
Aðalheiður Ámundadóttir, 25.6.2007 kl. 12:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.