21.6.2007 | 21:52
Hvað er í gangi í Hafnarfirði
Það var nokkuð merkilegt að heyra viðtal við Michel Jacques, forstjóra Alcan í speglinum í dag, þar mátti heyra að Lúðvík Geirsson hafi étið úr hendinni á honum til að halda í álverið og jafnvel komið að eigin frumkvæði með hugmyndir hvernig hefði mátt spila framhjá eigin kosningu um álverið.
Samtalið endaði svo eins og SPRON auglýsingin, "mitt fólk talar við þitt fólk", eða öðrum orðum "get lost".
Það jákvæða fyrir bæjarstjórann er samt að þeir eru tilbúnir að vera með tvö álver og eitt í Hafnarfirði.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.