Dæmigert fyrir færslu starfa út á land

Þetta er alveg dæmigert, allt vesenið að koma þessu til skila út á land og svo að geta ekki fengið skattkortið þegar menn fá vinnu og vilja afhenda nýjum vinnuveitanda kortið.

Mun eðilegra að hafa þetta í höfuðborginni á einum stað. 


mbl.is Skattkort geymd á Skagaströnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Davíðsson

Dæmigerð afstaða 'höfuðborgarbúa' myndi ég segja. Hvað er svona hrikalegt við að þurfa að bíða eftir kortinu 1-2 daga? Ekki eru borguð laun daglega. Svo sparar það manni væntanlega sporin að geta fengið þetta sent í pósti frekar en að hætta sér út í borgarumferðina að sækja þetta....?

Björn Davíðsson, 20.6.2007 kl. 10:11

2 Smámynd: TómasHa

Þetta hefur bara ekkert með það að gera, það er bara eðlilegt að hafa svona þjónustu á einum stað.  Ég er enginn púritani í þessum efnum, en held að dreifing muni fyrst og fremst skila sér í hærri kostnaði fyrir alla. 

Heldurðu að einhver svona plástrun mun skipta máli, Björn. 

Er það ekki mun frekar frumkvæði manna eins sjálfum þér sem hafa látið ríða á vaðið með annars konar uppbyggingu á þessum stöðum og breytt hugsun. 

TómasHa, 20.6.2007 kl. 10:18

3 identicon

Ég verð að vera sammála Bjössa. Dæmigert fyrir höfuðborgarbúa að finnast það fáránlegt þegar landsbyggðin er styrkt með einhverjum hætti. Hvað liggur fólki svo á að fá þetta blessaða skattkort sitt. Þegar ég var á atvinnuleysisbótum fyrr í vetur og fékk svo vinnu þá var skattkortið sent frá Atvinnumálastofnuninni til vinnuveitandans míns án þess að ég þyrfti að gera neitt. 

Það er því ekkert vandamál hér í gangi annað en hugarfar reykjavíkurbúa.

Auðvitað skiptir svona "plástrun" máli fyrir lítil samfélög út á landi! 

Birgir Þór Halldórsson (IP-tala skráð) 20.6.2007 kl. 11:25

4 Smámynd: TómasHa

Ég held að það sé miklu frekar hugarfar fólks á landsbyggðinni sem þarf að breyta. Við þurfum fleiri með hugarfar eins og Björn, sem eru tilbúnir að líta út fyrir kassann og gera eitthvað öðruvísi. Í staðinn fyrir að líta til þess að tilfærsla á opinberum störfum sé einhver lausn.

TómasHa, 20.6.2007 kl. 11:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband