19.6.2007 | 14:50
Góður þáttur
Ég var ánægður með þáttinn í gær hjá David Attenborough, þetta var einmitt umhverfisvernd að mínu skapi. Það mætti sýna miklu meira af svona fræðsluþáttum, málið er að umhverfisverndin er best heima hjá okkur sjálfum og við þurfum að hugsa þetta.
Svona þættir skila helling, maður fer að hugsa um þessi mál en við Íslendingar búum við ódýra orku og því hugsa menn síður um þessa hluti.
Ég verð seint samt í hópi umhverfissinna, og hef ekki reynt að halda því fram um sjálfan mig. Ég hef samt gert ýmislegt eins og að fá réttar ruslatunnur fyrir utan blokkina hjá mér (dagblaða og lífrænn úrgangur), einnig flokka ég ruslið eins og ég get og skila á rétta staði.
Maður gæti samt gert meira og svona þættir hjálpa þar til.
Hitt sem manni finnst merkilegt er hversu langt menn sækja sumar afurðir sem eru seldar hér í búðum, hvað ætli ananas frá Argentínu hafi farið um marga tengipunkta og fengið að dúsa í mörgum bílum áður en hann náði að komast heim í ísskápinn hjá okkur. Hann er samt góður og ég kaupi hann.
Ég er líka nokkuð duglegur að keyra, og það ávallt einn (eða svo gott sem). Eyði yfirleitt nokkuð löngum tíma á hverjum degi að keyra. Ég ek ekki heldur um á neinum hybridbíl með litla vél. Fannst það tímana tákn að dælan neitaði áðan að afgreiða mig um meira en 10 þúsund kall á bílinn og hann var ekki orðinn fullur. Segir nú kannski meira um verðið á eldsneytinu, það hefur hins vegar ekki minnkað aksturinn hjá mér. Hugsanlega gæti það haft áhrif næst þegar ég kaupi mér bíl, þá spyr ég kannski út í eyðsluna um leið og ég fæ að vita hvað álfelgurnar kosta :)
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Bíll sem fyllist ekki fyrir 10 þús er sennilega smáræði miðað við risastóru trukkana sem keyra um Reykjavík hver með sína "tegund" rusls, sem endar sennilega allt á sama stað.
Geir Ágústsson, 19.6.2007 kl. 21:46
Takk fyrir þessa grein :) Margt af þessu er auðvitað algjör bógus. Þetta var samt ágætist áminning um ábyrgð einstaklingsins í staðinn fyrir lagasetningar.
TómasHa, 20.6.2007 kl. 00:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.