Allt í hassi hjá flassi?

Undanfarna daga hafa komið umfjallanir um Flass.net á fréttablaðinu, það hefur verið ótrúlegt að fylgjast með þeim halda "faci" á meðan ásakanir hafa komið fram það hefur alltaf eitthvað verið að, reikningar ekki borist eða mönnum hafi verið greitt.

Það er greinilegt að fyrirtækið er komið í strand og þeir eiga einfaldlega ekki peninga, hins vegar halda þeir áfram væntanlega í von um betri tíð. Eða hvað?

Ég hef stundum rekið augun í þetta fyrirbæri og fundist merkilegt, þetta eru fjölmörg fyrirtæki í mjög ólíkum rekstri undir einum hatti.  Skókóngurinn virðist ekki lengur bara vera skókóngur, heldur með viðburðaþjónustu, útvarpsstöð og blaða útgáfu.  Guð má vita hvað meira.

Hins vegar er hann með einhvern óharnaðan strák í framlínunni sýnist manni.  Menn þurfa auðvitað að íhuga hvar þeir setja nafn sitt og að vera framkvæmdarstjóri á vinnustað, þar sem maður hefur ekki raunverulega yfirsýn getur haft veruleg áhrif.  Við sjáum eins og Japís, Stefán Hjörleifsson var dæmdur, þrátt fyrir að eigin sögn að hafa ekkert komið nálægt þeim skattsvikum sem fram fóru.  Hann var framkvæmdarstjóri. Punktur.

Ég veit auðvitað ekkert hvort eitthvað slíkt er í gangi hérna. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svansson

Þeir eru einnig ásamt fleirum að garfa með vefþjónustuna DesignEuropa. Það fyrirtæki mun reyndar líka vera shaky og hefur til að mynda fengið dóma fyrir að stela útliti.  http://www.i.is/star.html

Svansson, 19.6.2007 kl. 10:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband