Vekur athygli

Það vekur athygli að ég get vippað mér inn í næstu háspennu og keppt um 12 milljónir eins og maður hefur oft séð auglýst.  Þessir kassar eru nokkuð víða um borgina.  Hins vegar þegar nokkrir spilara mæta live og spila um 600 þúsund er mótið stöðvað.

Hvað með Bingó í vinabæ?  Er munur á því að spila bingó eða póker? Í báðum tilfellum leggja menn pening undir og vonast eftir vinning.

Ég er enginn sérstakur aðdáandi þessar pókermóta, en það verður eitt yfir alla að ganga.   


mbl.is Pókermót stöðvað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll og blessaður Tommi,

Spurning hvort það teljist ekki til óbeinna tekna þegar aðstandendur heimasíðu sem selur pókervarning heldur mótið???

6.X kveðja,

Hörður.

Hörður (IP-tala skráð) 18.6.2007 kl. 10:37

2 identicon

Hvernig væri að fólk færi svona almennt séð að sætta sig við það að fara að lögum? Hætta að auglýsa bjór og áfengi. Hætta að fara yfir á rauðu ljósi. Hætta að henda rusli á almannafæri. Hætta að spila fjárhættuspil. Ef einhverjum finnst fáránlegt að banna eitthvað af þessu og gerir því hljóta allir að mega velja sér lög sem þeim finnst asnaleg og brjóta þau.

Magnús (IP-tala skráð) 18.6.2007 kl. 11:09

3 Smámynd: Þórir Hrafn Gunnarsson

Það sem ég hef aldrei skilið er fáránleikinn í því að póker er bannaður á meðan að ákveðnir aðilar mega halda úti spilakössum.

Póker byggir vissulega þó nokkuð á heppni, en það er samt annsi stór hluti af spilinu sem felst í hæfileikum hvers manns. Spilakassarnir hins vegar eru basicly tölvur sem eru forritaðar til þess að skila frá sér X stórum hluta í vinning af því sem sett er í þær.

Sú leið er sumsé lögleg sem er hönnuð til þess að meðal fjárhættuspilarinn á aldrei séns á móti "bankanum".

Kveðjur :)

Þórir Hrafn Gunnarsson, 18.6.2007 kl. 11:25

4 Smámynd: TómasHa

Sæll Höddi, gaman að heyra í þér.  

Magnús:  Þetta er nú einmitt það sem ég er að benda á.  Afhverju mega sumir starfrækja spilakassa?  Þetta eru staðið með háa vinninga.

Þórir: Þetta er einmitt nokkuð merkilgur punktur.  Hafði ekki spáð í þessu. 

TómasHa, 18.6.2007 kl. 11:39

5 identicon

Spurningin er afar einföld: 

Má halda keppni þar sem greitt er þáttökugjald og hluti þess eða allt gjaldið er notað sem verðlaunafé?

Þetta er gert í fjölda íþrótta hér lendis og hefur ekki þótt tiltöku mál.

Póker keppnin sjálf er ekki fjárhættu spil þar sem spilað er uppá verðlausa spilapeninga og eru það síðan úrslit mótsins sem ráða svo hvaða einstaklingar fá í verðlaun.  Þetta er fullkomlega sambærilegt við Bridgemót þar sem ekki er spilað uppá peninga og svo veitt verðlaunafé að móti loknu.

Svona til gamans má geta þess að það er mjög auðvelt að spila Bridge uppá peninga beint á nákvæmlega sama hátt og póker.

Gunnar Valur Gunnarsson (IP-tala skráð) 18.6.2007 kl. 15:37

6 Smámynd: Bryndís Helgadóttir

Mér finnst Gunnar Valur hitta naglann á höfuðið.    Þarna fór einfaldlega ekki fram fjárhættuspil, það eitt skiptir máli.   Mér finnst að reka ætti þann sem tók ákvörðun um þessa árás - þar fer greinilega vitgrannur aðili sem ekki er treystandi til að fara með það vald sem lögreglan getur beitt.   Þetta er til háðungar fyrir "frjálsræðisríkið" Ísland.

Bryndís Helgadóttir, 19.6.2007 kl. 17:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband