Hvað með hjón?

Ég fékk ábendingu í kjölfarið á fyrri færslu, þar sem ég var spurður hvernig þetta væri með hjón.  Það er alltaf einn skráður fyrir tryggingunni, þótt báðir aðilar séu að tryggja.   Í fjölda tilfella hefur annað hjónið fallið frá en hitt er lifandi.  Hvaða réttindin hefur viðkomandi?  Ætli það falli undir það sem sagt var að menn hafi engan rétt?  

Eins og áður sagði eiga þessir menn eftir að svara ansi mörgu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, "Samvinnusjóðurinn" tekur við eignarhlut þeirra sem ekki uppfylla skilyrðin um að *Hafa verið í viðskiptum við Samvinnutryggingar 87-88 og VÍS samfellt 89-1. jún 2006

*Hafa ekki orðið gjaldþrota á tímabilinu

*Vera lifandi

Og gettu svo hverjir munu stýra þeim sjóð? Engir aðrir en þeir sem hafa höndlað með annarra fé síðustu 19 árin, og kosið sjálfa sig í fulltrúaráð Samvinnutrygginga.

Þórólfur Gíslason varð sér til skammar þegar hann sagði að eigendur/viðskiptamenn félagsins hefðu aldrei lagt fé inn til félagsins í sjónvarpsviðtölum í gær og fyrradag, þeir ættu því bara að vera fegnir að fá það sem þeir fengju. Þeir gerðu það víst í gegnum hærri iðgjaldagreiðslur, þeirra framlög til félagsins eingöngu greidd inn í smærri skömmtum yfir lengra tímabil en vant er með fjárfestingar.

Gísli H (IP-tala skráð) 17.6.2007 kl. 08:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband