Steingrímur J og framsókn

Ég hef alltaf borið virðingu fyrir Steingrími J, hversu ósammála honum sem ég hef ég alltaf metið hann sem prinsipp mann. Undanfarnir dagar hafa komið verulega á óvart að sjá hvernig hann hefur spilað úr spilinum. Fyrst með ítrekuðum árásum á framsóknarmenn, eftir kosningar. Þegar maður hefði haldið að menn væru að sleikja sárin og allir vinir á meðan spilið var opið. Þar með loka fyrir möguleika á ríkisstjórn.

Hitt sem kom mér ekki síður á óvart var hversu fljótur hann var að gefa eftir í sínum helstu stefnumálum og það í fjölmiðlum. Stóriðjustefnan mátti svo gott sem halda áfram amk. þau verkefni sem núna eru í gangi. Það er nú ekki lítil stóriðja sem er í kortunum ef það allt nær fram að ganga.

Það er nokkuð hætt við að vinsældir Steingríms muni dala í kjölfarið.

Framsóknarmenn einnig hafa komið mér nokkuð á óvart, það var aldrei neitt leyndarmál frá degi eitt að Sjálfstæðisflokkurinn væri að ræða við aðra flokka. Þetta kom meðal annars fram í fjölmiðlum. Formaðurinn var hins vegar ekki að ræða við aðra. Svo hvernig á að kenna Baugi um hvernig er fyrir þeim komið. Var meira mark takandi á DV á þessum degi en öðrum dögum? Var meira mark tekið á DV þennan dag en öðrum snepplum sem bárust inn um lúguna á þessum degi? Ég leyfi mér að efast um að þetta hafi haft mikil áhrif.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hverjar eru heimildir þínar fyrir þessari eftirgjöf Steingríms?

ÁJ (IP-tala skráð) 18.5.2007 kl. 14:33

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Líklega skiptir þarna máli hvort fólk fylgdist með orðum Steingríms gegnum Philips eða Roadstar. Ég fylgdist með þessu í Roadstar tækinu mínu og komst að sömu niðurstöðu og þó Tómas. Allt fram að síðustu dögum fyrir kosningar fannst mér Steingrímur bera af öðrum stjórnmálamönnum og hef lengi haft það álit á honum. Reyndar get ég að sumu leyti sagt það sama um Ögmund Jónasson, hann er einn af fáum stjórnmálamönnum sem mér finnst beinlínis vænt um og vil ekki ræða um hann hér.

En VG átti bara einn óvin að loknum kosningum og hann heitir Steingrímur J. Sigfússon. Þessa raunalegu staðreynd verða allir að geta viðurkennt hvar í flokki sem þeir standa

Árni Gunnarsson, 19.5.2007 kl. 10:00

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Vona að lesendum takist að breyta þó..... í þú Tómas.

Árni Gunnarsson, 19.5.2007 kl. 10:03

4 Smámynd: TómasHa

Sæl Ármann,

Ég hlæustaði á kvöldfréttir.  Þetta er auðvitað mitt mat, en hann sagði tók þar undir álver eins og í Helguvík og fyrir norðan.   Ég hefði svo sem skilið hann að gera eitthvað slíkt í samningaherberginu en að gera þetta svona í sjónvarpinu með ekkert í höndunum, fannst mér ótrúlegt.

Ég tek undir með Árna varðandi Steingrím. 

TómasHa, 19.5.2007 kl. 11:41

5 Smámynd: Hrólfur Guðmundsson

Varstu fullur að skrifaþessa færslu?  Ekki eins snarplega skrifuð og vanalega.

Hrólfur Guðmundsson, 19.5.2007 kl. 11:51

6 Smámynd: TómasHa

:) Kannski þreyttur, ekki fullur. 

TómasHa, 19.5.2007 kl. 12:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband