18.4.2007 | 11:01
Niðurbrjótandi auglýsing framsóknar
Ég er niðurbrotinn maður þessa dagana en það er vegna auglýsinga Framsóknarflokksins. Eftir að hafa horft á hana líður mér illa og ég er uppfullur samviskubits.
Fyrst byrjar Jón á synda og minna mig á hversu lélegur ég er að fara í leikfimi, ég keypti kort eins og svo margir um áramótin. Síðan hef ég mætt einu sinni. Nú heldur jón áfram að minna mig á þetta á hverjum degi.
Þegar Jón hefur minnt mig á sundið, þá tekur ekki betra við. Hann byrjar að opna Sóma samlokuna sína og minnir mig þar með á það hvernig ég borða ekki nógu hollt, heldur hoppa á næsta skyndibitastað eða í sjoppuna og kaupi mér samloku.
Eftir auglýsinguna sit ég svo eftir með verulegat samviskubit og vona að N1 auglýsingin fari að birtast, þar sem ég get hresst mig við að synjga "Don't stop me now" með Queen. Kraftmikið lag en lagar samt ekki fullkomnlega niðurbrot framsóknarauglýsingarinnar.
Fyrst byrjar Jón á synda og minna mig á hversu lélegur ég er að fara í leikfimi, ég keypti kort eins og svo margir um áramótin. Síðan hef ég mætt einu sinni. Nú heldur jón áfram að minna mig á þetta á hverjum degi.
Þegar Jón hefur minnt mig á sundið, þá tekur ekki betra við. Hann byrjar að opna Sóma samlokuna sína og minnir mig þar með á það hvernig ég borða ekki nógu hollt, heldur hoppa á næsta skyndibitastað eða í sjoppuna og kaupi mér samloku.
Eftir auglýsinguna sit ég svo eftir með verulegat samviskubit og vona að N1 auglýsingin fari að birtast, þar sem ég get hresst mig við að synjga "Don't stop me now" með Queen. Kraftmikið lag en lagar samt ekki fullkomnlega niðurbrot framsóknarauglýsingarinnar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.