20.3.2007 | 20:15
Fáir treysta þeim
Það er augljóst að fáir treysta þeim og það sem verra er enn færri vilja þá í ríkisstjórn. Þetta sést best á því að eingöngu um 3% gáut séð fyrir sér Kaffibandalagið í ríkisstjórn meðan 28% sáu fyrir sér samstarf hinna tveggja flokka kaffibandalagsins.
Nú er það eina sem þeir hanga á rasískar hugmyndir. Það á eftir að koma í ljós hversu langt þær hugmyndir ná að fleyta þeim.
Nú er það eina sem þeir hanga á rasískar hugmyndir. Það á eftir að koma í ljós hversu langt þær hugmyndir ná að fleyta þeim.
![]() |
Frjálslyndi flokkurinn birtir framboðslista í Norðvesturkjördæmi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
það er ótrúlegt að vitiborið fólk skuli enn vera að hengja sig í svokölluðum "rasískum" hugmyndum. Það kannski ekki úr vegi að spyrja þig í hverju þessar rasísku hugmyndir birtast? og svo kannski að benda þér á að að lesa síðustu færslu eftir mig á blogginu því þú virðist ekki vera búinn að átta þig á þessu vinur
Eiríkur Guðmundsson, 20.3.2007 kl. 20:58
Þeir eru í bullandi vörn með þetta. Þær hugmyndir sem Jón Magnússon, hefur komið með eru ekkert nema raskískar hugmyndir. Svo hafa menn verið að dansa á línunni og reyna að finna tóninn.
Auðvitað neita flokksmenn að hugmyndirnar séu rasískar. Fyrr má nú vera.
TómasHa, 20.3.2007 kl. 21:21
þetta eru þau aumustu rök sem ég hef heyrt lengi. Minnir mig á lítil börn sem segja af því bara.
Eiríkur Guðmundsson, 20.3.2007 kl. 23:09
Svona er lífið, til hamingju með að vera í afneitun með stefnu flokksins þíns. Það getur vel verið að það sé verið að pakka þessu eitthvað inn en í grunnin liggur alveg fyrir hvert þeir ætla að sækja fylgi sitt.
Eins og Hanna segir þá má gefa öllu nafn.
TómasHa, 20.3.2007 kl. 23:57
af hverju rökstyður þú ekki bara orð þín eins og ég bað um? það virðist flækjast heldur betur fyrir þér vinur
Eiríkur Guðmundsson, 21.3.2007 kl. 12:45
Eiríkur minn afhverju viðurkennir þú ekki bara staðreyndirnar í málinu. Þú veist mjög vel sjálfur á hvaða mið flokkurinn er að sækja.
TómasHa, 21.3.2007 kl. 13:28
ég sé ekki ennþá nokkur rök frá þér varðandi hvar rasismi okkar birtist.
þú getur kannski svarað því þá hvort það sé rasismi að vilja bæta íslenskukennslu fyrir nýbúa?
Vilja hjálpa þeim að aðlagast íslensku samfélagi og að jafnréttis sé gætt varðandi laun þeirra?
Er það rasismi að vilja búa þannig um hnútana að erlent verkafólk búi ekki margt saman í litlum íbúðum eða jafnvel bátum?
Er það rasismi?
Eiríkur Guðmundsson, 21.3.2007 kl. 18:50
Er það rasismi að vilja helst ekki fá fólk frá ákveðnum löndum til landsins? Er það rasismi að tala um 'þetta fólk'? Er það að tala sífellt um fólk sem 'flæðir' til landsins til einhvers annars gert en að koma því inn hjá fólki að hér fari allt úr böndunum ef 'flæðið' verður ekki stoppað? Það vita það allir á hvaða nótum þessi umræða hófst hjá Jóni Magnússyni og Magnúsi Þór, þó að það sé búið að skipta um orðfæri þá breytir það engu um innihaldið.
Egill Óskarsson, 21.3.2007 kl. 23:57
Jón Magnússon talaði um syni Allah, Norðurlandabúa og kristna Póleverja. Magnús Þór talaðai um Múhameðstrúarmenn í Silfrinu á sama tíma. Ef það væri bara hugugurinn að taka á vel á móti þessu fólki. Viljum við það ekki öll? Vandamálið er þegar menn ætla að skamta fólki inn og helst handvelja það.
Það er mjög gaman hvernig þið eruð á fullu að reyna að breyta þessu í einhverja umhyggju. Menn vissu alveg að þessi atkvæðapúllía var opin, frjálslyndir voru orðnir ótrúverðugir í kvótamálinu og þurftu á nýjum neista að halda. Jón Magnússon kom með þennan neista, eftir að hafa skoðað litróf nágrannalanda okkar og sjá hvað var að virka þar.
TómasHa, 22.3.2007 kl. 00:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.