Magnús nauðugur á listanum

Orðrómur mannlífs segir frá því hvernig Magnús Þór Hafsteinsson hafi sent tilkynningu til aðstandenda Framtíðarlansins sem segi meðal annars:

"Ég mótmæli harðlega svona nauðgunarvinnubrögðum og krefst þess að nafn mitt verði TAFARLAUST fjarlægt af þessum lista. Þetta er fyrir neðan allar hellur"

Það er því greinilega ekki staðið nægjanlega vel að því að staðfesta hvort menn séu sjálfir að bæta sér á listann eða einhverir aðrir. Þetta eru auðvitað léleg vinnubrögð, og menn þar á bæ hljóta að breyta vinnubrögðunum, meðal annars með því að fara fram á að viðkomandi staðfesti í tölvupósti að þetta sé raunverulegur vilji viðkomandi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: TómasHa

Það er alveg nauðsynlegt í svona könnunum, það er greinilegt að þeir hafa þá lagað þetta.

TómasHa, 20.3.2007 kl. 10:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband