Kynjakvótar í Gettu betur

Margrét Sverrisdóttir sem er nú komin í atkvæðaleit.

Þar gælir hún við að setja kynjakvóta á Gettu Betur. Þarna er fólk komið út á mjög hálan ís. Yfirleitt eru undankeppnir, var amk. allan tíman meðan ég var í MR. Einföld keppni, auglýst um allan skólann og hver sem er gat spreytt sig



Svo var Margrét með einhverja vitleysu um sérþjálfun stráka í grunnskólum. Hvar fer þessi þjálfun fram? Er þetta nokkuð spurningakeppni grunnskóla, þar sem gilda oftast svipaðir hlutir, það er keppendur eru valdir á grundvelli undankeppni.

Hitt var svo annað mál, að þrátt fyrir töluverða þáttöku voru stelpur frekar fáar. Áhuginn virðist einfaldlega minni. Og hvað með það?

Hvað á þá að gera? Taka upp kynjakvóta? Þvinga fleiri stelpur til að taka þátt eða neyða liðin til að vera með verri lið, vegna þess að stúlkur hafa minni áhuga á þessu?

Tækifærin geta ekki verið jafnari, en einmitt með þessu fyrirkomulagi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband