4.3.2007 | 20:50
Áhugaverðir staksteinar
Staksteinar skrifuðu áhugaverða færslu um blogg og stjórnmál:
En nú eru nýir tímar og ný löggjöf sníður flokkunum þrengri stakk. Sumir hafa spáð því að í komandi kosningabaráttu muni það þýða að minna verði eytt í auglýsingar, en baráttan færist út á bloggið. Það væri ágæt þróun. Bloggið er málefnavettvangur, þar sem fólk kemur yfirleitt til dyra eins og það er klætt.
Hins vegar eru lesendur bloggsins of þröngur hópur til þess að þetta hafi raunveruleg áhrif. Blogg með 5-800 lesenendum á dag (oftast sömu dag eftir dag).
Enn þá er það svo að það eru fyrst og fremst yngra fólk sem les blogg, hlutfallslega eru mjög fáir eldri kjósendur að lesa blogg. Jafnvel þótt viðkomandi séu að lesa síður eins og mbl.is.
Það er því spurning hvort það sé réttlætanlegt fyrir flokkana að ráða sér verkefnisstjóra, sem virðast hafa það hlutverk eitt að blogga.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Fjölmiðlar | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.