Góð grein hjá Hannesi

Ég hef ekki alltaf verið sammála Hannesi, en greinin sem birtist í mogganum í morgun var virkilega góð.


Þar voru nokkrir mjög góðir punktar:

  • Stefán Ólafsson notaði ranga aðferð til að reikna ginistuðulinn, skýrsla evrópusambandsins sýnir að tekjudreifing er ekki eins og Stefán segir.
  • Aðstæður 20% fáttækasta hópsins hefur batnað meira en meðaltal OECD
  • Fólk við lágtekjumörg er næst fæst á Íslandi, á eftir Svíþjóð
  • Raunverulegur fjármagstekjuskattur er 26,2%, þegar búið er að greiða tekjuskatta af fyrirtækjum og fjármagnstekjuskatt.
  • Fólk með lágar tekjur t.d. 100 þúsund, greiða hærra hlutfall tekna í skatt en á Íslandi.

 

Að lokum bendir Hannes á hvernig íslenska ríkið hefur aukið tekjur sínar af fjármagnstekjuskatti, úr 2 milljörðum í 18 milljarða.  Peningar sem hafa verið notaðir til að greiða niður skuldir og læka skatt (nú seinast vsk á matvælum).  Verði þessir skattar hækkaði er augljóst að fyrirtæki muni hætta að gera upp á Íslandi og færa penigna sína eitthvað annað.  Nær væri að lækka skattinn enn frekar til að laða að okkur erlend fyrirtæki.

Það er ótrúlegt hvernig vinstrimenn hafa undanfarið reynt að mála skrattann á veginn þegar staðreyndin er að við höfum það bara nokkuð gott hérna heima.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband